Skírnir - 01.01.1956, Side 241
Skírnir
Island þjóðveldistímans og menning
239
feomizt að raun um, að það var ekki gerlegt. Reynslan kenndi
þeim, að bygg var eina komtegundin, sem náði hér að jafn-
aði fullum þroska, og smátt og smátt kom í ljós, að það var
ekki heldur hægt að treysta á þá rækt, nema í suður- og suð-
vesturhlutum landsins. Þegar áður en söguritun hefst, er kom-
yrkja úr sögunni að mestu eða öllu í norður- og norðaustur-
hluta landsins. Á Suður- og Suðvesturlandi fer hún smáminnk-
andi, en leggst ekki að fullu niður fyrr en eftir miðja 16. öld.
Er hægt að leiða sterk rök að því, að þetta hafi sumpart ver-
ið vegna versnandi loftslags. En hvað sem því líður, er það
staðreynd, að kornyrkja var ætíð þýðingarlítill þáttur í af-
komu íslenzkra hænda. Afkoma þeirra hefur frá öndverðu
byggzt á kvikfjárrækt og veiðiskap til sjós og lands. Ég vil
ennfremur leggja áherzlu á það, að kvikfjárræktin var frá
upphafi vega byggð að mestu á beit, en ekki á ræktun lands.
Hér með var frá öndverðu staðfestur grundvallarmunur
milli íslenzkrar bændastéttar og bændastéttar í skandinav-
ísku löndunum og á Bretlandseyjum, þar sem akuryrkja var
undirstöðuatvinnuvegur, munur, sem hafði djúptæk áhrif á
íslenzka menningu. Tryggð bóndans við torfuna byggist fyrst
og fremst á akuryrkju og ræktun. Akuryrkjunni fylgir ból-
festa, en islenzkur búskapur hefur alltaf haft á sér nokkurn
hirðingjabrag. Ég er sjálfur bóndason, alinn upp í afskekktu
héraði við svipaða búskaparhætti og höfðu tíðkazt í þúsund
ár. Ég hefi ferðazt mikið meðal hænda í Skandinavíu, en
einnig kynnzt Löppum í Norður-Svíþjóð, og þar fann ég
meira í búskaparháttum og hugsunarhætti, sem minnti mig
á mín æskuár, en meðal akuryrkjubændanna.
Það er ekki að ástæðulausu, að fræðimaður, sem kunnugur
var lifnaðarháttum og hugsunarhætti Bedúína og fslendinga,
fann þar margt líkt. Islenzki bóndinn hefur aldrei verið jafn-
fast bundinn óðali sínu og sá skandinavíski, búferlaflutningar
sveita og landshluta á milli hafa verið ólíkt tiðari hér. Tákn-
rænt er, að hlutverk hestsins hefur orðið annað hér en í
Skandinavíu, þar var hann fyrst og fremst dráttardýr, a.m.k.
í akuryrkjuhéruðunum, hér varð hann reiðskjótinn og bænd-
unum kærari en nokkur önnur skepna. Islenzki bóndinn hef-