Skírnir - 01.01.1956, Page 242
240
Sigurður Þórarinsson
Skírnir
ur og löngum haft meiri mætur á sauðkindinni en mjólkur-
kúnni. Bjartur bóndi í Sumarhiisum er þar engin undan-
tekning.
Þetta hirðingjaeðli íslenzkra bænda og tíðir búferlaflutn-
ingar þeirra eiga vafalítið sinn þátt í því, að íslenzk bænda-
menning, veraldleg sem andleg, verður svo tiltölulega sviplik
í öllum hlutum landsins. Vera má og, að yndi íslendinga af
kveðskap og sögum sé að einhverju leyti að rekja til hirð-
ingjabragsins á íslenzkum búskaparháttum.
Önnur þýðingarmikil afleiðing hins íslenzka loftslags og
einangrunar landsins er sú, að hér hefur ekki, síðan ísöld leið,
verið annar skógur en birkiskógur, og hann fremur lágvax-
inn og kræklóttur. Á fyrstu tímum fslandsbyggðar var þessi
skógur mjög útbreiddur hér. Ég sé ekki ástæðu til að efa þau
orð Ara fróða, að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og
fjöru. En meiri hluti landsins hefur þó frá upphafi fslands-
byggðar verið skógarvana. Skógarmörk hafa vart verið hærri
að meðaltali en um 300 m y. s., en ofan þeirra marka eru
um % hlutar landsins. Víðáttumikil svæði á fáglendinu, mýr-
lendi og sandar, hafa einnig verið skógar\rana.
Nútíma-Íslendingar, að jarðfræðingum e. t. v. undanskild-
um, líta á skóga sem mikla guðs blessun, sem gott væri að
vera aðnjótandi, og sama gera nú að líkindum okkar skandin-
avísku frændþjóðir, sem fá nú verulegan hluta þjóðartekna
sinna fyrir skógarafurðir. En við skulum ekki gleyma því,
að fram á síðustu öld voru skógar eins og barrskógar Skandin-
avíu frá sjónarmiði bænda eins konar auðn, versti þrösk-
uldurinn á vegi ræktunar og aðaleinangrari byggðarlaganna.
Ilérlendis hafa skógar aldrei einangrað eða torveldað sam-
göngur milli byggða. Það kann að þykja undarleg staðhæf-
ing, en ég leyfi mér þó að halda því fram, að þrátt fyrir
hraun, jÖkulfljót og sanda hafi fyrr á öldum samgöngur á
landi milli byggða og héraða á íslandi verið í heild auð-
veldari en milli byggða og héraða í Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi. Þess er og að geta, að samgöngur milli Norður- og
Suðurlands yfir miðhálendi íslands voru auðveldari á fyrstu
öldum íslandsbyggðar en síðar, vegna þess að þá var hálendið