Skírnir - 01.01.1956, Síða 243
Skímir
Island þjóðveldistímans og menning
241
miklu meira gróið og byggðir náðu þá lengra inn í landið
bæði að norðan og sunnan. Það er táknandi fyrir hinar tíðu
ferðir yfir hálendið á fyrstu öldum byggðarinnar, að í Víga-
Glúms sögu er getið þriggja kvenna giftra í Eyjafirði, er voru
úr Þjórsárdal á Suðurlandi. Þetta þætti undarlegt á vorum
dögum, þrátt fyrir bíla og flugvélar. Skýringin hlýtur að vera
sú, að Eyfirðingar hafi til foma iðulega lagt leið sína til Suð-
urlands um Sprengisand og niður með Þjórsá vestanverðri
og gist í Þjórsárdal, er þeir komu af öræfum, eða áður en
þeir lögðu á þau aftur.
Hinar tiltölulega auðveldu samgöngur milli byggða og
landshluta eiga sinn þátt í hinum tíðu flutningum fólks sveita
og landshoma á milli, sem áður var að vikið, og eiga sinn
þátt í því, að hér mynduðust ekki einangruð sérmenningar-
svæði og engar eiginlegar mállýzkur. Ekki má heldur gleyma
verferðunum í þessu sambandi.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hér á landi er
lítið um sýnilegar minjar frá þjóðveldistímanum, engir hall-
armúrar eða kirkjurústir minna hér á forna frægð. Engar
byggingarleifar hafa varðveitzt nema rústir bóndabæja, er
hulizt hafa eldfjallaösku, vikri og hrauni.
Orsökin er fyrst og fremst sú, að varla hefur nokkurt menn-
ingarland átt að búa við þvílíkan skort byggingarefna sem
fsland. Það er kaldhæðni örlaganna, að í landi, sem um hef-
ur verið sagt, með nokkrum rétti, af enska ljóðskáldinu W. H.
Auden, að þar væm aðeins three kinds of scenery, stones,
more stones and all stones, skuli vera slíkur hörgull á bergi
hagkvæmu til bygginga og steinsmíði, að það verði jafnvel
að flytja inn legsteina. Vitað er, að steinbrýni vom flutt inn
til foma, svo og kléberg til smíða. Á blágrýtissvæðum lands-
ins em aðalbergtegundirnar blágrýti og líparít og báðar óhag-
kvæmar til hleðslu vandaðra steinveggja, vegna þess að erf-
itt er að höggva þær til í lögulega hleðslusteina. Þetta gildir
þó ekki um grófasta afbrigði blágrýtisins, grágrýtið, en út-
breiðsla þess í byggðum landsins er næsta takmörkuð og það
hefur þann galla, að veðrast fljótt í íslenzku loftslagi. Mó-
bergið, aðalbergtegundin á móbergssvæðum landsins, er yfir-
16