Skírnir - 01.01.1956, Blaðsíða 248
246
Sigurður Þórarinsson
Skímir
landnámstíð ríkti nokkurn veginn jafnvægi milli hinna jarð-
vegsmyndandi og jarðvegseyðandi afla. En þetta jafnvægi
raskaðist mjög við komu mannanna og húsdýra þeirra. Yegna
beitar, skógarhöggs og skógarbruna eyddist smátt og smátt
bezta vöm jarðvegsins, birkiskógurinn. Af þeim skógi, sem
á landnámsöld þakti mikið af lághlíðum landsins, em nú að-
eins 600 ferkilómetrar eftir. Afleiðingin varð jarðvegseyðing,
sem víða hefur orðið geigvænlega mikil og eytt heilum byggð-
arlögum og víðáttumiklum afréttum. Samkvæmt jarðabók fra
1703 eru byggð býli á landinu öllu 4059, en um 3200 eyðibýli.
Ein þessi jarðvegseyðing hefur orðið smátt og smátt og hef-
ur ágerzt, eftir því sem tímar liðu. Hennar gætti því tiltölu-
lega lítið á fyrstu öldum Islandsbyggðar. Birkiskógarnir voru
þá enn nægilega útbreiddir til að hafa áhrif á loftslagið, svo
að öðru jöfnu hafa skilyrðin fyrir kornyrkju verið eitthvað
betri þá en nú.
Ýmislegt bendir og til þess, að á fyrstu öldum Islands-
byggðar hafi eldgos verið sjaldgæfari en síðar varð. Eftir
ýmsum leiðum komumst við þvi að sömu niðurstöðu, að sú
hlutfallslega mikla velmegun, sem var á fslandi á fyrstu öld-
um byggðarinnar, hefur að verulegu leyti orsakazt af betri
náttúruskilyrðum en síðar urðu, og að hnignun sú, sem síðar
varð, er að nokkru leyti að kenna erfiðari baráttu við nátt-
úruöflin, fleiri hafíssárum, kaldara loftslagi, auknum eldgos-
um og landskjálftum og meiri jarðvegseyðingu.
En þegar við leitum að ástæðum þessarar hnignunar, verð-
ur einnig að taka tillit til þeirrar staðreyndar, að með nokkr-
um öfgum er hægt að segja, að fslendingar hafi aldrei fært
að búa i þessu landi. Innflytjendurnir komu frá löndum með
allt öðrum náttúruskilyrðum, sem byggð höfðu verið í þús-
undir ára, svo að lifnaðarhættir höfðu aðlagazt þeim skilyrð-
um, sem þar voru fyrir. Víðast hvar, þar sem hvítir menn
hafa numið land, hafa þeir fyrir hitt frumstæðari þjóðir, sem
höfðu aðlagazt sínu umhverfi, og getað ýmislegt af þeim lært.
Hér voru engir fyrir til að læra af og raunar vafamál, hversu
fúsir forfeður vorir hefðu verið til að draga lærdóm af slíkum
frumbyggjum. Reynslan frá Grænlandi bendir ekki til mikils