Skírnir - 01.01.1956, Page 251
FELIX GENZMER:
UPPHAF GERMANSKS SKÁLDSKAPAR.
Skáldskapur er málslist, ekki aðeins list bundins máls, held-
ur og óbundins. Germönsk málslist varð til jafnsnemma og
Germanir, það er að segja nálægt 2000 árum fyrir okkar
tímatal.
Af skáldskap í óbtmdnu máli þekktu Germanir meðal ann-
ars goðsagnir, ævintýri og sögur. Berum við efni þeirra sam-
an við skáldverk annarra þjóða, komumst við að því, að sum
germönsk skáldverk eru eldri en Germanir sjálfir, til dæmis
ýmsar sköpimarsögur og ævintýri. Má nefna, að uppruna
ævintýrisins inn töfraflóttann má rekja aftur til steinaldar og
útbreiðslu þess allt til eyja Kyrrahafsins.
Skáldskap í bundnu máh nefnum við eftir efni hans episk-
an, lyriskan eða dramatiskan. Þar við bætist goðadýrkunar-
og lífsreynsluskáldskapur (Kult- und Wissensdichtung). Það
er óþarft að telja ákvæðaskáldskap (wirkende Dichtimg) sér-
stakan flokk. Til hans teljast galdraformúlumar, sem kunna
að vera alveg eins gamlar og goðasagnirnar og ævintýrin. Þar
á meðal er Ormasæringin (Wurmsegen), sem skráð var um
800 á fomháþýzku og lágþýzku og er rótföst í galdratrú heið-
inna manna. Goðsöguleg er aðeins hugmyndin xnn hina skað-
legu orma, sem valda sjúkdómi (tæringu) og reknir eru út í
áföngum innan úr mergnum og loks komið inn í ör, sem
galdramaðurinn skýtur svo út á víðavang.
Hversu lengi galdraformúla getur varðveitzt nær óbreytt,
sést á því, að Ormasæringin var ekki skrásett fyrr en á 19. öld
suður í Schwaben. Hún hefir orðið fyrir gagngerðri breytingu
aðeins að því leyti, að hún er ekki í einföldum boðhætti, held-
ur er „máttur guðs“ ákallaðm-. Auk hinna þýzku gerða sær-
ingarinnar er hún líka til á fomindversku og hefir varðveitzt
í Atharvaveda. Form sitt hefir hún sennilega fengið meira en