Skírnir - 01.01.1956, Side 252
250
Felix Genzmer
Skirnir
1000 árum fyrir Krist, það er að segja 2000 árum fyrr en
þýzka særingin. Indverska særingin, sem telur upp sinar, æð-
ar, hendur, fingur og neglur, er ekki i hinum stuttorða og
kjamyrta stíl germönsku særingarinnar, sem er að vísu að
tímanum til mun yngri, þó að stíllinn sé eldri en á þeirri
indversku.
Líkt er farið um særingarþuluna gegn tognun. Hér stingur
sjálf galdursskipunin í stúf við aðra hluta þulunnar, þannig
að í henni eru eins konar stuðlar, sem fást með þrefaldri end-
urtekningu hljóða og orða. Galdursskipunin „Bein að beini,
blóð að blóði, limur að limum“ getur því verið eldri en svo,
að hún sé germönsk, og þá jafngömul Ormasæringunni. Það
eru einnig til indverskar hliðstæður þessarar þulu. Þær em,
eins og sagt var um Ormasæriguna, stórum eldri en sú germ-
anska að skrásetningu til, en mun yngri að stíl. I stað germ-
ansks stuttleika og germanskra kjarnmæla finnum við einnig
hér fyrirferðarmikla margmælgi.
Elzta kvæðið, sem við getum ályktað af Germaníu Tacitusar
(98 e. Kr.), rekur upprunasögu Germana. Samkvæmt því em
Germanir komnir af jarðbornum guði, Tvisto. Hann átti son,
er Mannus hét, og eftir hans sonum em nefndar hinar þrjár
kynkvíslir Germana: Ingveonar, Ermionar og Istveonar. Þetta
kvæði mun hafa verið ort í lok Hallstadt-tímabilsins eða
snemma á járnöld. Hér er það athyglisvert, að unnt er að
álykta germanska orðalagið með mjög sterkum líkum. Til þess
að fá það fram þurfum við aðeins að þýða latneska orðalagið
á elzta germanskt orðalag. Á þann hátt fást hrein germönsk
vísuorð. Hér virðist vera um að ræða stutt lífsreynslukvæði,
því að ekki má gera ráð fyrir umfangsmiklu goðsögulegu efni.
Gamalt form er á goðadýrkunarvísunni í Eddu, sem sker
sig úr í hinu gamla málsháttakvæði vegna stirðnaðrar endur-
tekningar orða. Eitthvað mun það þó vera yngra en germanska
upprunakvæðið, þar sem það þekkir til rúnafræði. Það getur
með öðrum orðum ekki verið eldra en frá því um 200 fyrir
Krist.
f byrjun þjóðflutningatímans var blómaskeið germansks
skáldskapar, og ber þá mest á lofkvæðum og hetjukvæðum.