Skírnir - 01.01.1956, Side 256
RITFREGNIR
Jón Jóhannesson: íslendinga saga. I. Þjóðveldisöld. Almenna bóka-
félagið. fsafoldarprentsmiðja 1956,
Fyrir fáum áratugum var ]>að tíðum á orði haft, að ]>að væri hinni ís-
lenzku söguþjóð ekki vansalaust að eiga enga ýtarlega skráða þjóðarsögu.
Þetta á nú, sem betur fer, ekki lengur við, enda þótt enn sé eftir að fylla í
skörðin. Sagnfræðingar vorir hafa rekið af oss slyðruorðið og látið skammt
stórra höggva á milli. Komin eru út fimm bindi af Sögu tslendinga, sem
Menningarsjóður gefur út, og taka þau yfir tímabilið frá 1500—1874.
Heldur það verk áfram, enda er það áætlað tíu bindi og á að fjalla ýtar-
lega um sögu þjóðarinnar frá upphafi til vorra daga. Fyrir þremur árum
gaf Mál og menning út tslenzka þjóSveldiS eftir Björn Þorsteinsson sagn-
fræðing og nú fyrir skömmu Islenzka skattlandiS I eftir sama höfund.
Ná þessi rit yfir þjóðarsöguna fram til 1400, og er von á framhaldi. Loks
hefir Almenna bókafélagið hafið útgáfu nýs og mikils sögurits eftir Jón
Jóhannesson prófessor. Er það tslendinga saga, sem fjallar um þjóðveldisöld
og hér verður gerð að umtalsefni. Það er fyrra bindi af tveimur, sem
greina eiga frá sögu þjóðarinnar fram til siðaskipta. Af framansögðu er
ljóst, að mikil gróska er nú í íslenzkri sagnaritun, og er það öllum góðum
mönnum fagnaðarefni. Hins er ekki að dyljast, að betur sýnist hefði farið
á því, að hin mikla Saga Islendinga, sem Menningarsjóður hefir á hönd-
um, hefði fengið að njóta krafta þeirra Björns og dr. Jóns, svo að henni
hefði mátt verða sem fyrst lokið, í stað þess að nú sigla fram þrjár íslands-
sögur, hver á sínu miði. Þessu kunna þó að fylgja nokkrir kostir, þá er
að leiðarlokum kemur, ef til vill drýgri afli, fjölbreyttari föng.
Þá er litið er yfir bók dr. Jóns Jóhannessonar, og einkum ef hún er
lesin ofan í kjölinn, leynir sér ekki, að hún er vönduð og traust. Dr. Jón
hefir, sem kunnugt er, haft á hendi mörg undanfarin ár kennslu i Héskól-
anum í sögu Islendinga fram að siðaskiptum. Hann er því manna gagn-
fróðastur um það tímabil og nákunnugur öllum heimildum um það, sem
tiltækilegar eru. Styðst hann hvarvetna við frumheimildir, þar sem þeirra
er kostur, og leitast mjög við að greina milli þess, hverju megi treysta og
hverju ekki, að hætti vandaðra sagnfræðinga. Dómar hans og niðurstöður
eru því yfirleitt reist á traustum grunni. Gætir þar vandlegrar íhugunar
og fræðimannlegrar hófsemi. Honum hættir ógjarnan til að yrkja í eyð-