Skírnir - 01.01.1956, Side 257
Skírnir
Ritfregnir
255
urnar eða gefa sig á vald hugarflugi. Fyrir J>ví verður bók hans kannske
sumum þurr lestur, en engu að siður er hún þó brunnur, sem seint mun
þurr verða þeim, er þangað vilja leita sér fróðleiks og þekkingar um sögu
hins forna íslenzka lýðveldis.
Höfundurinn skiptir riti sínu í sex meginkafla. Skulu þeir nú taldir
ásamt viðfangsefnum hvers um sig, til þess að menn geti áttað sig betui
á efnivið bókarinnar og fjölbreytni hennar.
Fyrsti kaflinn heitir Fundur Islands og bygging. Þar er rætt um Thule,
hvort Rómverjar hafi komið til Islands, um Papa, um norræna menn,
sem fundu ísland, um Landnámabók, tímatal, uppruna fslendinga, tildrög
landnámsins, landnámshætti, byggð og mannfjölda. Annar kafli nefnist
Stjórnhættir, og fjallar hann um stofnun alþingis, alþingisstaðinn, alþingis-
tímann, þinghelgun og þinglausnir, lögsögumann, skiptingu landsins í fjórð-
unga, goða og goðorð, lögréttu, fjórðungsdóma, Skafta lögsögumann og
fimmtardóm, vorþing og leiðir, hreppa og gildi og ritun hinna veraldlegu
laga. Þriðji kafli, Siglingar og landafundir, ræðir um íslenzk hafskip og
islenzka tungu, fund Grænlands og byggingu, fund meginlands Norður-
Ameríku, brot úr heimsmynd fslendinga, siglingatækni og samning ís-
lendinga við Ölaf konung helga. Fjórði kafli nefnist Trú og kirkja. Þar er
til umræðu heiðinn siður og hin írska kristni, heimildir um kristniboð og
kristnitöku, kristniboð og kristnitaka, erlendir trúboðsbiskupar, ísleifur bisk-
up, Gizur biskup ísleifsson og samtímamenn hann, upphaf Hólastóls, Jón
biskup Ögmundarson, erlend áhrif og skólar, kristinna laga þáttur og skip-
un íslenzku kirkjunnar, tekjustofnar og eignir kirkju og kennimanna, upp-
haf kirkjuvaldsstefnunnar, Þorlákur biskup Þórhallsson, staðamál hin fyrri,
siðbótaviðleitni, íslenzkir dýrlingar, klaustur, Guðmundur biskup Arason,
útlendir biskupar, ókvæni klerka og lögréttusamþykktin 1253. Fimmti kafli,
Fjörbrot þjóSveldisins, ræðir um ásælni konunga, þróun goðavaldsins fram
um 1220, deilur Oddaverja og Norðmanna, Snorra Sturluson, tilraun Sturlu
Sighvatssonar að ná völdum á öllu íslandi, endalok Snorra og Örækju, Þórð
kakala, baráttu um ríki Þórðar kakala, Gizur jarl og endalok þjóðveldisins
og Gizurarsáttmála. Sjötti og síðasti kaflinn heitir Hagsaga og verkleg
menning. Hann fjallar um kvikfjárrækt, akuryrkju, loftslag, nokkrar forn-
ar iðngreinar, fiskveiðar, innflutningsvörur, útflutningsvörur, afskipti
stjórnarvalda af verzlun, farmennsku og verzlunarhætti, verðmæti og verð-
reikning, samgöngubætur, húsakynni og stéttaskiptingu. Að bókarlokum
er skrá um lögsögumenn og biskupa á þjóðveldistimanum ásamt embættis-
ártölum þeirra.
Það eitt að skipa hinu mikla efni sögunnar haganlega niður, svo að at-
burðarás og samhengi verði sem eðlilegast, er ærinn vandi. Það virðist mér
höfundi hafa tekizt með ágætum, svo og það að gæta réttra hlutfalla milli
einstakra kafla. Einna veigamestir eru kaflarnir um stjórnhætti og trú og
kirkju að ógleymdum siðasta kaflanum. Hagsaga og atvinnusaga hefir allt
of mjög verið látin sitja á hakanum í eldri sögubókum vorum, enda þótt