Skírnir - 01.01.1956, Side 259
Skírnir
Ritfregnir
257
uxn. Þetta er að vissu leyti rétt, en þarfnast þó nánari skýringar. Voru það
ekki fyrst og fremst breyttar aðstæður í nýju, konunglausu landi, sem gerðu
ríkisstofnun og lagasetningu, sem tæki til alls landsins, að blákaldri nauð-
syn? Hitt er ekki að efa, að Islendingar leystu þetta vandamál sitt af
miklu hugviti og víðsýni. — Á bls. 124 kemst höfundur svo að orði um
Grænlendinga: „Sumir ætla, að þeir hafi verið háðir Islendingum stjómar-
farslega, en fyrir því em engin frambærileg rök.“ Er þetta ekki fulldjúpt
tekið í árinni, eða hvað mundi dr. Jón Dúason, hinn lærðasti Islendingur
í þeim efnum, segja um það? Því mun varla verða með rökum neitað, að
Grænland var í „vorum lögum“, þ. e. innan takmarka íslenzkra laga. En
eg ætla ekki að hætta mér út á þann hála ís að fara að ræða hér um rétt-
arstöðu Grænlands, enda læt eg hér staðar numið um þessar bollalegg-
ingar.
Svo skilgóð og efnismikil sem Islendinga saga dr. Jóns er, sakna eg þó
einkum þriggja kafla, sem eg tel, að í henni hefðu átt að vera. Eg sakna
sérstaks kafla um víkingaöldina, yfirlits um þjóðir og rikjaskipun í ná-
grannalöndunum, víkingaferðir og áhrif þeirra á efnahag og menningu
Norðurlandabúa. Slíkt yfirlit hefði verið lykill að því að skilja, úr hvers
konar jarðvegi íslenzka þjóðin var sprottin og af hverjum rótum hin sér-
stæða menning hennar var runnin. 1 öðru lagi sakna eg mjög kafla um
íslenzkar bókmenntir þjóðveldisaldar. Höfundur tekur það raunar fram í
formálanum, að hann hafi sleppt þeim, sökum þess að aðrir menn annist
kennslu í bókmenntasögu við háskólann. Mér finnst það engin afsökun og
hefði raunar talið það óhugsandi, að skrifuð væri ýtarleg saga þessa tíma-
bils án þess að minnzt væri á þann þátt íslenzks menningarlífs, sem jafnan
hefir hæst borið, en það eru fornbckmenntir vorar. ICaflinn um þær þurfti
ekki að vera mjög langur og ekki að ganga til baga inn á svið neins ann-
ars, en vera þurfti hann. Hér hefir verkaskiptingin milli kennara háskól-
ans verið höfundi of rík í huga. 1 þriðja lagi sakna eg kafla um skemmt-
analíf fornmanna, þar með taldar íþróttir og leikir, flutningur kvæða og
sagna og annað, sem til almennrar dægrastyttingar má telja. Er þetta
veigamikill þáttur í þjóðmenningu og daglegu lífi fólks, en heimildir um
þetta efni allfjölskrúðugar. Loks þykir mér það galli á góðri bók, að henni
fylgir hvorki nafnaskrá né atriðisorðaskrá, svo mjög sem það mundi létta
notkun hennar. En sennilegt er •— og vonandi -—, að höfundurinn muni
ætla að láta siðara bindinu fylgja slikar skrár við bæði bindin.
Islendinga saga er rituð á hreinu og vönduðu máli, svo sem vænta má
og vera ber. Því kemur á óvart setningin: „Björgynjarmenn hafa sviðið
aðgerðir föður hans“ (bls. 284) i staðinn fyrir: „Björgynjarmönnum hefir
sviðið" o. s. frv. Hvimleið ógætnisvilla hefir slæðzt inn á bls. 225, þar sem
talað er um, að Páll biskup Jónsson hafi horfið frá stefnu Þorláks biskups,
„móðurföður síns“, í staðinn fyrir „móðurbróður síns“. örfáar prentvillur
hefi eg rekizt á; svarðskriðar (bls. 62), les sverðskriðar; skera út (bls. 89
neðst), les skera úr; í næst efstu línu á bls. 352 er skakkt niðurvísunar-
17