Skírnir - 01.01.1956, Qupperneq 263
Skímir
Ritfregnir
261
ættum sínum. Brýn þörf var bóklausri lagadeildinni að koma upp kennslu-
bókum í íslenzkum rétti. Að vísu er löggjöf vor um margt sniðin að þýzk-
um og norrænum hætti. Var því í fyrstu notazt við erlendar kennslu-
bækur við læringu stúdenta í lagadeild. Löggjöf hverrar þjóðar verður þó
jafnan með nokkrum hætti þjóðleg og verður ekki til fullrar hlitar notazt
við erlend fræðirit um hérlands lög. Eldri kennarar lagaskóla og lagadeild-
ar sáu þetta brátt, og hófust þeir handa um samningu fræðirita um ís-
lenzkan rétt. Hafa þeir sumir verið harla mikilvirkir, enda verður aldrei
ofmetið það gagn, er af hlauzt. Prófessor Ö. J. hefur trúlega fetað í fótspor
formanna sinna og kemur hér nú enn eitt ritið frá hans hendi, enda er það
ærið merkilegt verk.
Höfundur getur þess réttilega í formálsorðum, að lítið hefur verið áður
ritað um íslenzkan stjómarfarsrétt, enda eru margir þættir hans lítt kann-
aðir af fræðimönnum. Þá er það alkunna, að löggjöf um efnið er um margt
í molum. Hefur þetta verið til mikils baga laganemum og sjálfsagt laga-
kennumm, og þó ekki sizt þeim mönnum, er í starfi hafa staðið að emb-
ætti eða sýslan fyrir riki og bæjarfélög. Bókin bætir því úr brýnni þörf.
Hitt liggur í augum uppi, að verk þetta hefur verið ærið óaðgengilegt,
bæði um könnun efnis og úrlausn. Fyrir kemur og, að höfundur getur
þess, að málsefni sé ókannað, og lætur við svo búið standa, Hefði verið
æskilegt, að hann gerði þá könnun. Hitt er þó á að líta, að nauðsynlegt
var, að bókinni yrði komið á framfæri svo fljótt sem verða mætti, enda
stendur hún þá til bóta, er hún verður gefin út síðar. Og vissulega verður
ekki höfundur sakaður um að sneiða að öðru leyti hjá verkefnum sínum
eða taka á þeim lausatökum. Þvert á móti gerir hann þeim flestum þau
skil, sem kostur er á að sinni. Má Sérstaklega vekja athygli á, að víða er
ýtarlega rakin íslenzk dómvenja, og er slíkt harla gagnlegt í sliku riti.
Rétt er að vekja athygli á nokkrum atriðum, sem ég hef komið auga á
við fljótlegan yfirlestur ritsins.
Nokkuð ræðir höfundur um þá kenningu, að lagaboð geti niður fallið
hér á landi fyrir desvetudo. Telur hann ýms forn lagaboð niður fallin, enda
þótt þau hafi aldrei berum orðum verið úr lögum numin, Löngum hefur
menn greint á um þetta mál. Ætla ég, að fræðimenn vorir hafi fyrrum
flestir hafnað þessari kenningu og talið lög gilda, unz afnumin yrðu ber-
um orðiun eða með nýjum lagaboðum, sem mæltu þeim í gegn. Manna-
nafnalögin frá 1925, sem höfundur nefnir sem dæmi, hafa jafnan verið
ófullkomin og lítt um þau sinnt. Allt um það sé ég engin rök til þess, að
þau verði talin úr gildi fallin af þessum sökum, enda telur höfundur þetta
vafasamt. Stundum er því haldið fram, að lagameginregla, sem er í sam-
ræmi við forn lög, sé komin í stað þeirra. Fær slíkt auðvitað ekki staðizt,
og ætla ég prófessor Ó. J. vera mér sammála um þetta.
Höfundur telur starfsmenn rikisbankanna, ríkisprentsmiðju, áfengisverzl-
unar, tóbakseinkasölu og fleiri þvílíkra stofnana vera opinbera starfsmenn.
Virðist þetta koma heim við lög og dómvenju. Hitt er rétt að benda á, að