Skírnir - 01.01.1956, Side 280
278
Ritfregnir
Skímir
Það hlógu gaukar í trjánum,
er ég gekk með þér yfir heiðina.
Og blærinn strauk okkur feginshendi
og fylgdi okkur alla leiðina.
Og draumsóleyjar og munarliljur
dönsuðu fram með veginum.
En skugginn læddist varlega,
sem var þar á ferð með deginum.
Mér finnst fara vel á, að blómin dansi, af því að sagt er frá gönguför.
Ferðamanninum virðast hlutimir koma á móti sér, eins og allir vita.
Rammíslenzka, raunsæja, en daprari mynd dregur skáldið upp af æsku-
stöðvum sínum: / ónáS. Þar er gamla sagan um fömsveininn, er kemur
heim sem gestur í ónáð við allt dautt og lifandi, sögð á látlausan og fagr-
an hátt. Hann endar kvæðið með þessari ágætu vísu:
Tregt er mér fót að flytja.
Fáleg móttakan er.
Eg hef einskis að vitja,
ekkert að gera hér.
Sama yfirlætisleysið, sem fer Þorgeiri einkar vel, lýsir sér í Heimkom-
unni, sem er önnur saga um vonbrigði og sýnu átakanlegri. En af allri
prúðmennsku og hófsemi er hún sögð og án allrar æðru:
Nú kem ég heim úr óvissunnar átt,
mitt óðal finn
með troðinn völl og hurð í hálfa gátt,
en horfinn drauminn minn,
og ég, sem hélt, að gæfan hefði lagzt svo lágt
að líta til mín inn.
Enda er þetta ef til vill bezta kvæðið í bókinni. Að minnsta kosti gleymi
eg því sízt. 1 sama látleysi mætir Hugsanameistarinn lesandanum, þó að
annars eðlis sé. Hann er líka skoðaður hlutlaust úr hæfilegri fjarlægð.
1 augnakrók skáldsins, sem sýnir oss myndina, gægist fram góðlátleg
kímni, sem lítið ber á og er þvi höfuðprýði. Til þess að fyndni njóti sín
að fullu, verður hún að eiga stoð í veruleikanum og koma beint frá hjart-
anu. Yfirleitt finnst mér Þorgeiri takast bezt, þegar hann er laus við all-
ar tilraunir með afbrigðileg form, orðaleiki og glingur, sem kann að
vekja athygli við fyrstu sýn, gyllingu, sem fer á glæ, ytra prjál, sem nær
aldrei til hjarta lesandans. Og það hefur þessi gáfaði höfundur sýnt í
þeim visum, sem nú hefur verið minnzt á, og nokkru viðar, að hann er
fundvís á verðmæti og honum eru ýmsar leiðir færar með feng sinn, jafn-
vel hinar leyndustu, ef hann losar sig við allar óþarfar umbúðir, en læt-
ur sér nægja kjarnann eða innihaldið í látlausum búningi við hæfi. Þannig