Skírnir - 01.01.1956, Side 284
282 Ritfregnir Skirnir
manns, er samt þráir að lifa lengur og taka þátt í þróun og baráttu —
lifa og leiða þá ungu:
Því hefði eg viljað hinkra við
um heimaengi og tún
og lesa blóm og hlusta á hljóm,
er hreiðrin fyllast dún,
og hrinda knerri úr votri vör
og voðir draga að hún
og klífa með þér hjalla og hlið
að hæsta fjallsins brún.
Annað kvæði heitir Áning. Það er ort á sextugsafmæli skáldsins, er
staðnæmist í þeim áfanga og litur yfir farinn veg, minnist frænda og
vina, sem á undan eru farnir, og gæða horfins lifs. En hver eru þá laun-
in, vinningurinn, takmarkið? Leit, þrá, fegurð, en um fram allt vinátta,
tryggð, góð samvizka. Kvæðið endar á þessari fallegu vísu:
Og nú á aldursára gatnamótum,
er yfir langan feril verður gáð,
mér virðist æðra öllum sálubótum
þeim ævimetum hafa að lokum náð:
Að vinna tryggð í verki, orði, hótum,
sé vænsta hnoss á farveg lífsins stráð,
að vita, að hafa viljandi engan svikið,
þó verkið lítið sé — og ógert mikið.
f öðrum bókarþætti, Söngvum, nýtur Gisli sín þó ef til vill bezt. Sam-
ræmt söng og tónum slær hjarta skáldsins örast og léttast. Söngvar eru
„mestmegnis þýðingar og eftirlíkingar af kvæðum við sum af þeim lög-
um, sem eg söng hér á samkomum eða í heimahúsum, á meðan mér ent-
ist söngrödd og kjarkur“, segir höfundurinn um þennan ljóðaflokk í
ávarpsorðum til frænda og vina, sem bókin er ætluð til minja. 1 þeim
þýðingum Gísla, sem eg hef borið saman við frumkvæðin, er vel fylgt
efni og anda þeirra. Mesti kostur þeirra er þó sá, að þær eru vel söng-
hæfar: Hrynjandi orðanna samsvarar hljóðfalli lagsins.
Að lokum óska eg hinum hára þul, aldna söngvara og skáldi allra heilla
á þeirri háu brún, sem hann hefur klifið.
Þóroddur GuSmundsson.
Ólafur Jóh. SigurSsson: GangvirkiS. Æfintýri blaSamanns. Heims-
kringla, Reykjavik MCMLV.
Aðeins sextán éra að aldri gaf Ólafur Jóhann Sigurðsson út fyrstu bók
sina, barnasögurnar Við Álftavatn (1934), og siðan hefur hver bókin rek-
ið aðra frá hans hendi. Gangvirkið er skáldsaga í þremur þáttum. Ungur
maður, Páll Jónsson að nafni, er látinn rifja upp endurminningar sínar.