Skírnir - 01.01.1956, Page 288
286
Ritfregnir
Skímir
Aðalpersóna sögunnar er vitavörðurinn, og er hann látinn segja frá í
þeim köflum, sem fjalla um hann sjálfan. Hann lýsir umhverfi sínu,
störfum og hugsunum, en þær eru oft á tíðum harla sérkennilegar. Það
er vandaverk að láta persónu þannig lýsa sjálfri sér, og geldur vitavörð-
urinn þess, því að sumt í fari hans er óljóst og torskilið. Framan af sög-
unni virðist hann íhugull og einrænn hæglætismaður, en við hina óvæntu
atburði missir hann alla stjórn á sér, hnigur niður af kvíða, kemur engu
orði upp, er hann ætlar að tala í síma, hvæsir blótsyrðum að sjálfum sér,
og loks fær hann ekka af reiði og skelfingu við björgunarstarfið. Þó að
geðhrifamaður eigi í hlut, virðist hér fullmikið á öllu tekið. Það er eitt-
hvað vélrænt við þessa mannlýsingu, — eitthvað, sem minnir fremur á
gangstigaskipti hreyfils en geðbrigði lifandi manns. Aðrar sögupersónur
eru lauslega gerðar og flestar annaðhvort hvítar eða svartar. Algerlega
flekklaus er t. a. in. enskur sveitapiltur, sem er sviptur aleigu sinni og
lífsdraumi og deyr með glott við tönn. Hins vegar er skipstjórinn og amer-
ískur glæpamaður úrhrök, sem ekkert gott eiga til. En einna mannlegust
og bezt gerð er lýsing á gömlum, kínverskum myndskurðarmanni.
Víða ber sagan þess merki, að hún er rituð af skáldi, sem sér hlutina
öðrum augum en þeir, sem eru ekki slikri sýn gæddir. Margt er þama
sagt á óvenjulegan og skáldlegan hátt, en oft er þó hitt, að samlíkingar
eru langsóttar eða torskildar, og ætti sumt betur heima í órimuðu ljóði
en skáldsögu. Sums staðar koma fyrir smekkleysur, svo sem í lýsingunni
á borðhaldi skipstjórans, en hér gildir hið fornkveðna, að um smekk ber
ekki að deila. Víða nær höfundur samt tökum á einstökum lýsingum, og
sagan er vel byggð og stigandi hennar góður, eftir að fyrstu köflunum
sleppir. Samúð hans með hinum ógæfusömu fómardýrum leynir sér ekki,
og það kemur fyrir, að honuin hitnar um hjartaræturnar. 1 stuttum for-
mála gefur hann í skyn, að hann hafi haft aðra og geigvænlegri atburði
í huga en sjóslysið að Reykjanesvita, er hann samdi söguna. Lesendum er
sjálfum ætlað að finna boðskap hennar, en hann virðist vera ádeila á
það ævagamla öfugstreymi, að einn maður skuli hafa ráð annarra manna
og líf í höndum sér. Þetta er því tímabær ádrepa á ægivald einræðisins,
sem sífellt ógnar mannkyninu.
Sögublærinn í Strandinu er alvarlegur, jafnvel drungalegur, og hæfir
að því leyti efninu. Stíllinn er og með sama marki brenndur. Harm er
óþjáll og skortir léttleika, og málsgreinar eru stundum óhæfilega langar.
Kommur sparar höfundur, en notar önnur lestrarmerki meira en venja
er til, einkum tvípunkt, t. a. m. eru þeir þrir á einum stað í sömu máls-
grein (99. bls.), og verður að telja slikt til ofrausnar. Á stöku stað er
orðalag óíslenzkulegt: „Kominn upp á hólinn sný ég nefinu í allar fjór-
ar höfuðáttir" (8. bls.); „Hann var sextíu og fimm“ (20. bls.; hér mun
átt við aldur mannsins); „Hann var hryggur allt til dauða þegar hann
steig upp í bátinn“ (110. bls.). Þá eru málvillur nokkrar: „ef að skyldi