Skírnir - 01.09.1998, Page 10
280
DICK RINGLER OG ÁSLAUG SVERRISDÓTTIR SKÍRNIR
gleiðletrið í Fjölnistextanum fellt niður,2 jafnvel þó að sá texti sé
augljóslega sá endanlegi, þ.e. sá síðasti sem Jónas fjallaði um per-
sónulega. Hann birtir lokahugsun hans um verkið.3
Hvers vegna breyttist „grænan“ í handritinu í „r a u ð a n“ í
Fjölni? Við leggjum til að skýringarinnar beri að leita á þeirri leið
sem vörðuð er hér að neðan.
Sú tegund höfuðfats sem kallast frýgísk húfa átti uppruna sinn
í Frýgíu í Litlu Asíu í fornöld. Hún birtist þráfaldlega í grískri list
sem sú tegund höfuðfats sem austurlandamenn báru. I Róm báru
frelsingjar hana sem merki þess að þeir hefðu verið leystir úr
ánauð, og þess vegna tók frelsishugmyndin að tengjast henni
náið. Marcus Júníus Brútus setti hana (milli tveggja rýtinga) á
mynt sem var slegin eftir morðið á Júlíusi Sesar.
Tákngildið, sem festist við þetta höfuðfat, varð til þess að það
var tekið upp í París á dögum frönsku byltingarinnar, í þeirri
mynd sem kallaðist bonnet rouge - hin rauða húfa frelsisins.4
Hinn 20. júní 1792 var Lúðvík XVI neyddur til að bera bonnet
rouge meðan hann var leiddur um stræti Parísar, og 15. ágúst tók
bæjarfélag Parísar hana upp sem opinbert tákn sitt. Eftir þetta
urðu húfan og tákngildi hennar kunn vítt og breitt, þar á meðal á
Norðurlöndum:
2 Af hinum dæmunum fjórum um gleiðletur í ljóðum sem Jónas birti í Fjölni
var einu („s i g 1 d i r“) breytt (í „sigldir") í útgáfu Brynjólfs og Konráðs en
hin þrjú fengu að standa óbreytt (A108-109, 303). Það kann að vera gagnlegt,
til að fylla út í myndina, að birta hér 13. línuna í „Ég bið að heilsa!" (ásamt
greinarmerkinu í lokin) eins og hún er prentuð í öllum meginútgáfum, þar
sem línan hefur aldrei verið prentuð tvisvar nákvæmlega eins:
F (1844) engil, með húfu og r a u ð a n skúf, í peisu;
A (1847) engil, með húu og rauðan skúf, í peysu:
B (1883) engil, með húu og rauðan skúf, í peysu;
C (1913) engil með húfu’ og rauðan skúf, í peysu;
D (1929) engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
E (1989) engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
3 ítarlega greinargerð um þróun textans í „Ég bið að heilsa“ er að finna í öðrum
hluta ritgerðarinnar, „Þróunarsaga textans".
4 Sjá greinina „BONNET ROUGE ou BONNET DE LA LIBERTÉ" í
Décembre-Alonnier (þ.e. Joseph Décembre og Edmond Alonnier), Diction-
naire de la Révolution frangaise, 2. bindi (Paris: Administration des ouvrages
de MM. Décembre-Alonnier, 1866-68).