Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 28
298
DICK RINGLER OG ÁSLAUG SVERRISDÓTTIR SKÍRNIR
nokkrum vikum eftir að Jónas gaf þessa yfirlýsingu um að hann hefði
ákveðnar hugmyndir um hvernig íslensk stelpa ætti að vera búin.
Jónas samdi aldrei, svo vitað sé, grein um kvenbúning. En það gerði
vinur hans, Gísli Thorarensen - kannski í framhaldi af upphaflegri hug-
mynd Jónasar - og bauð hana Fjölnisfélaginu árið 1847. I fundargerðar-
bók félagsins stendur:
Föstudaginn 26. febrúar var næst fundur haldinn, voru 10 á fundi.
Gísli Thorarensen las upp ritgjörð sem hann hafði samið um kvenn-
búnað á Islandi og gaf hann Fjölni hana, og voru þeir Br. Pjetursson,
G. Magnússon, Jón Þórðarson og Benedikt Gröndal kosnir í nefnd
til að skoða hana. (33Eiml94)
Ritgerð Gísla birtist aldrei í Fjölni, þar sem níunda heftið (1847),
helgað minningu Jónasar Hallgrímssonar, var það síðasta sem kom út.
Handrit Gísla var áfram í fórum Brynjólfs Péturssonar og er nú geymt
ásamt öðru efni varðandi Fjölni í JS 128 fol. Eftir þessu handriti var rit-
gerðin prentuð árið 1892 í fjórum vikulegum hlutum, undir titlinum
„Kvenbúningrinn“, í Fjallkonunni (IX, nr. 49-52), og er þar ranglega
eignuð Jónasi.
Eins og við er að búast er grunnhugmyndin í ritgerð Gísla að „þjóð-
búningurinn sé partr af þjóðerninu“ (bls. 195). Hann segist ekki geta
ímyndað sér „fallegra höfuðfat enn húfuna“ (bls. 197) en segir ekkert um
hana sem kemur umræðunni hér við og minnist ekki einu sinni á skúf-
inn.
Hér til viðbótar má nefna að Sigurður Guðmundsson málari hannaði
fald þjóðbúningsins í mynd frýgískrar húfu, og það er þetta form sem
sést greinilega á frægu málverki eftir August Schiott (birt í Elsa E. Guð-
jónsson, op. cit., bls. 2). Sigurður skrifar:
Hin gamla austrlenzka beyging á honum hefur þau áhrif á andlitið,
að svipurinn verðr hreinn og tignarlegr, og er það einkenni á mörg-
um íslenzkum konum, svo manni gæti komið til hugar, að Aþena
væri þar komin með sinn grúfandi hjálmkamb, eða að fjallkonan
sjálf, móðir vor, sýndi þar mynd sína á dætrum sínum, svipmikla og
tignarlega.38
38 Sjá Sigurður Guðmundsson, „Um kvennbúninga á íslandi að fornu og nýju“,
Ný félagsrit, 17. ár (Kaupmannahöfn, 1857), bls. 52.