Skírnir - 01.09.1998, Page 29
SKÍRNIR
MEÐRAUÐAN SKÚF
299
Viðaaki B
Grœnir og rauðir skúfar
Staðhæfingarnar í eftirfarandi viðauka eru byggðar á upplýsingum sem
Jónas Jónasson safnaði í verk sitt Islenzkir þjóðhœttirf9 auk nokkurra at-
riða sem ekki er að finna í safni hans.40 Sennilegt er að margar viðbótar-
upplýsingar Iiggi enn ófundnar í skjölum og myndum frá fyrri hluta 19.
aldar, en okkur þykir ólíklegt að þær myndu hagga alvarlega við þeirri
röksemdafærslu sem hér er sett fram.
Áþ ví leikur enginn vafi að skúfarnir á skotthúfum íslenskra kvenna
seint á 18. öld og snemma á þeirri 19. voru stundum rauðir á lit. Elsa E.
Guðjónsson hefur vakið athygli á því að í „myndablöðum, sem talin eru
vera [...] frá seinni hluta 18. aldar [...] bregður fyrir ungum stúlkum, er
bera dökkbláar húfur með rauðum skúfum.“41 Ebenezer Henderson,
skarpskyggn maður sem ferðaðist víða um landið árin 1814-15, skráði
hjá sér að hluti af „almennum vinnuklæðnaði kvenna á sumrin“ væri
„blá húfa, og hangir toppurinn á henni niður öðru megin höfuðsins og
endar í rauðum eða grænum skúf eins og á húsarahúfu."42 Þessir skúfar
gátu líka verið bláir.43 Að sögn Sigurðar Guðmundssonar málara, sem
skrifar árið 1857 og byggir greinargerð sína á því sem „hinir elztu menn
er nú lifa“ muna lengst aftur, var kvenskúfurinn í upphafi aldarinnar
„saumaður úr mjóum klæðislengjum, sem þær kölluðu h n a p p a-
s k ú f.“44 Jónas Jónasson, sem byggir á frásögn frú Þórunnar Stefáns-
dóttur, skrifar: „Hún mundi vel þessa pjötluskúfa úr mislitum rauðum,
39 íslenzkir þjóðhœttir eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Einar Ól. Sveins-
son bjó undir prentun (Reykjavík: Isafoldarprentsmiðja h.f., 1934).
40 Seðlasafn Jónasar er varðveitt í Landsbókasafni; sá hluti þess sem kemur rann-
sókn okkar við er í Lbs. 3205 4to. Um tengslin milli bókarinnar (eins og hún
var gefin út 1934) og seðlasafnsins, sjá bls. XVIII-XIX í bókinni.
41 „Eru þetta vafalítið skotthúfur íslenzkra kvenna, sem þarna eru dregnar á blað
í fyrsta skipti, svo vitað sé.“ Sjá Elsa E. Guðjónsson, Islenzkir þjóðbúningar
kvenna frá 16. öld til vorra daga: Stutt yfirlit (Reykjavík: Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs, 1969), bls. 36.
42 Ebenezer Henderson, Iceland: Or the Journal of a Residence in that Island
during the Years 1814 and 1815, 2 bindi (Edinburgh, 1818), I, bls. 126.
43 Að sögn Sigurðar Guðmundssonar málara, sem skrifar árið 1870 um uppruna
og þróun kvenskotthúfunnar, voru undanfarar skúfa af þessari gerð alltaf
grænir eða bláir. Hann segir að kvenhúfan hafi verið „fyrst alveg eins og karl-
mannsskotthúfan [...] Einlitar skotthúfur dökkbláar með bláum eða grænum
silkiskúf báru skólapiltar á Hólum og í Skálholti á 18. öld. Þaðan er víst kven-
húfan ættuð“ (úr seðlasafni). Sigurður segir heimild sína vera mynd frá 1766-
69.
44 Sigurður Guðmundsson, „Um kvennbúninga á íslandi að fornu og nýju“, bls.
36.