Skírnir - 01.09.1998, Side 30
300
DICK RINGLER OG ÁSLAUG SVERRISD ÓTTIR SKÍRNIR
bláum eða grænum klæðispjötlum. Þeir munu samt hafa horfið úr tízku
um 1820“ (úr seðlasafni). Þau gögn sem fyrir liggja gera okkur ekki kleift
að skera úr um hver litanna var ríkjandi þetta snemma. En grænir skúfar
voru örugglega algengir: Handlitaðar málmristumyndir af íslenskum
búningum í eintökum af Travels in the Island of Iceland (1811) eftir
Mackenzie sýna grænan skúf á mynd sem á að vera dæmi um „venjuleg-
an búning kvenna af öllum stéttum".45 I frásögn sjónarvottar frá 1820
stendur þetta:
Elsta dóttirin var mjög falleg, hún var í íslenskum þjóðbúningi, pilsi
úr ull, hárið er haft slegið og á höfðinu bera þær litla bláa skotthúfu
sem í er festur lítill grænn silkiskúfur.46
Þegar kom fram á fjórða og fimmta tug nítjándu aldarinnar voru
þessir grænu silkiskúfar orðnir nánast allsráðandi á skotthúfum kvenna.
(1) Eintak þjóðdeildar Landsbókasafnsins af steinprenti af Reykjavík
1835 eftir Frederik Theodor Kloss, handmálað af listamanninum
sjálfum, sýnir ljósgrænan skúf.
(2) Xavier Marmier, franski ferðalangurinn og bókmenntamaðurinn sem
gisti Island með leiðangri Gaimards sumarið 1836, staðhæfir af-
dráttarlaust: „Konurnar [...] bera [...] á höfðinu litla svarta húfu
skreytta með löngum grænum skúf sem þær flíka á nokkuð daðurs-
legan hátt.“47
(3) I lýsingu sinni á Norður-Múlasýslu, frá 6. nóvember 1839, skrifar
Carl Ferdinand Walsöe: „Kvenfólk þar [...] hefur almennast [...] bláa
skotthúfu með grænum silkiskúf.“48
45 Sir George Steuart Mackenzie, Travels in the Island of Iceland during the
Summer of the Year MDCCCX (Edinburgh, 1811), bls. 87. Myndin er á blað-
síðunni á móti. Ljóst er að litunarmönnum útgefandans voru gefin fyrirmæli
um að lita þennan skúf grænan (reyndar ljósgrænan): Af fjórum eintökum af
fyrstu útgáfunni í þjóðdeild Landsbókasafnsins sýna tvö ljósgræna skúfa
(Benediktssafn og Safn Jóns Steffensens), eitt sýnir hann dálítið skærgrænni
(Watsonsafn) og í því fjórða er hann ekki litaður. Af þremur eintökum af
annarri útgáfunni (1812) í sama safni eru tvö ólituð og í það þriðja vantar
myndina.
46 „Brudstykker af en Dagbog, holden paa en Reise til Islands Nordkyst. (Sept-
ember 1820)“ í Magazin for Rejseiagttagelser, útg. N. Nyerup, 3. bindi
(Kjobenhavn: Trykt i Græbes Bogtrykkerie, 1823), bls. 106.
47 X. Marmier, Lettres sur ITslande (Paris: Félix Bonnaire, Editeur, 1837), bls.
33. Það er alveg eftir Frakka að taka eftir notagildi skúfsins í daðursskyni.
48 ÍB 18 fol. a., Múlasýsla nyrðri.