Skírnir - 01.09.1998, Page 45
SKÍRNIR ÁGRIP AF KRISTNUM HJÓNABANDSSKILNINGI
315
„ótrúmennsku" eða hjáguðadýrkun ísraels (Hs 1.2; Jer 3.6nn;
Esk 16, 23; Jes 62.4n). Þessi mynd er síðar notuð í Nýja testa-
mentinu og yfirfærð til að lýsa sambandi Krists við söfnuð sinn.
Umfjöllun Jesú um hjónabandið
Jesús var gyðingur sem hugsaði og talaði innan sinnar hefðar.20
Nauðsynlegt er að hafa þetta í huga til að skilja þá róttækni sem
fólst í boðun hans og verkum. Afstaða hans til hjónabandsins er
skýrt dæmi um með hvaða hætti hann gekkst við hinni gyðing-
biblíulegu hefð og endurnýjaði hana jafnframt.
Jesús fjallaði reyndar lítið um hjónabandið sjálft. Vissulega gaf
hann ráð, en hann setti engar fastar reglur um dagleg samskipti
hjóna. Þetta merkir þó ekki að við vitum ekkert um afstöðu hans,
því hin fáu orð hans um hjónabandið eru afgerandi og gefa skýra
mynd af hugsun hans. Af þeim má ráða að Jesús leit á hjónaband-
ið sem stofnun sem Guð hefur komið á fót í Paradís (Mt 19.1-12)
með það að markmiði að maðurinn (karlar sem konur) geti átt
þar sitt samlíf. Jesús áleit ennfremur að hjónabandið ætti að ein-
kennast af kærleika, því „þau skulu vera einn maður“ (Mt 19.5).21
Þessir jákvæðu þættir lágu til grundvallar þegar hann varaði við
þeim hættum sem steðjuðu að hjónabandinu og svipti hulunni af
uppsprettu þeirra.
Sameiginlegur skilningur Jesú og samtímamanna hans
Jesús hafnaði hjónaskilnaði, eins og ýmsir kennimenn í samtíma
hans. Hann var afdráttarlaus í skoðun og þegar hann gagnrýndi
samtímamenn sína fyrir guðleysi fann hann ekki sterkari orð en
að kalla þá vonda og ótrúa kynslóð (Mt 12.39). Af þessu má ljóst
20 Herbert Braun: Jesus. Der Mann aus Nazareth und seine Zeit, 3. útg., Gerd
Mohn, Berlín 1978, 70-75; Wolfgang Schrage: Ethik des Neuen Testaments,
NTD Erganzungsreihe 4, Vandenhoeck und Ruprecht, Göttingen 1989, 97-
105; Ulrich Luz: Das Evangelium nach Matthdus (EKK 1/1), 3. útg., Benzin-
ger/Neukirchener Verlag, Zurich & Neukirchen-Vluyn 1992, 260-79. Sigur-
jón Árni Eyjólfsson: Hver er Jesúst Nútíma hugmyndir um Jesú frá Nasaret,
Skálholtsútgáfan, Reykjavík 1996, 12-29.
21 1 gríska textanum stendur sarks eða hold, sem er þýtt hér með maður.