Skírnir - 01.09.1998, Side 51
SKÍRNIR ÁGRIP AF KRISTNUM HJÓNABANDSSKILNINGI
321
stað að hjónabandið væri stofnað af Guði til þess að karl og kona
ræktuðu þar samlíf sitt og efldu kærleikann sín á milli.31
Samlíf og ást
Lúther sagði manninn (sem karl og konu) vera kynveru og góða
sköpun Guðs. I ljósi þess má annað kynið ekki hefja sig yfir hitt
og eigna sér mynd Guðs í manninum. Mun fremur ber þeim að
heiðra hvort annað sem Guðs góðu sköpun. Þannig má segja, í
skilningi Lúthers, að hjónabandið byggi ekki á einstaklingsbund-
inni afstöðu eða tilfinningum mannsins, hvað þá skoðunum,
heldur grundvallast það alfarið á sköpunarvilja Guðs. Hjóna-
bandið er að hans mati skikkan skaparans:
Um þessa heilögu stofnun og guðlegu skipan, hjónabandið, er hægt að
prédika margt og mikið, því hún er elst allra stofnana heimsins. Já, for-
eldrar, og allir, eiga uppruna sinn henni að þakka, okkar fyrstu foreldrar
voru Adam og Eva, sem Guð skapaði til þess að allir afkomendur þeirra
skyldu eiga sinn uppruna í hjónabandi.32
Það er vilji Guðs að karl og kona þrái hvort annað, segir
Lúther, jafnt í andlegu sem líkamlegu tilliti, þeim er því eðlislægt
að sameinast.33 Guð kallar þetta aðdráttarafl stöðugt fram með
sköpunarorði sínu (1M 1.28), „orðið sem skapaði þig og segir:
vex og ver frjósamur, það er í þér og stjórnar þér og það er þér
um megn að greina þig frá því“.34 Lúther sér því sköpunarstarf
Guðs að verki í löngun kynjanna hvors til annars. Með þeim
hætti gefur hann kynhvöt mannsins jákvæða merkingu og útilok-
ar um leið alla tvíhyggju.
Því er ekki að undra að Lúther hafi talað um ást karls og konu
til hvors annars með sterkum orðum. Að hans mati er þessi ást
kóróna ástarinnar hér í heimi og sjálfsást, kærleikur milli systkina
og foreldra og barna hverfur í skugga hennar. Lúther segir:
31 Die Bekenntnisschriften der Evangelisch-lutherischen Kirche [BSLK], 8. útg.,
Vandenhoeck & Ruprecht, Göttingen 1979, 612-13.
32 WA 49, 798 (Prédikun út frá Heb 13.4, frá 4. ágúst 1545).
33 WA 10 II, 275 (Vom ehelichen Leben, 1522).
34 WA 18, 275 (Christliche Schrift an W. Reifienbusch, sich in den ehelichen
Stand zu begeben, 1525).