Skírnir - 01.09.1998, Side 56
326
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
hjónabandið neyðir hann til að líta upp úr sjálfhverfu sinni og
huga að makanum og þörfum hans. Þess vegna sagði Lúther:
Því við erum ekki þannig sköpuð, að við eigum að hlaupa burt hvort frá
öðru, heldur eigum við að lifa hvort með öðru og líða saman gott og illt.
Af því að við erum manneskjur verðum við einnig að líða alls kyns
óhamingju og erfiðleika, sem ganga yfir okkur, og styðja hvort annað í
gegnum þá.46
Þannig er hjónabandið stöðugt tilefni fyrir manninn til að sýna
ást og þolinmæði í verki, tilefni sem hinn einhleypi hefur ekki að
sama marki. Hjónabandið er staður góðra verka og uppspretta
kærleika, gleði, friðar og hamingju, jafnt í erfiðleikum sem mót-
læti. Og erfiðleikarnir steðja að hjónum utan sem innan hjóna-
bandsins. Styrkur hjónabandsins felst ekki í því sem slíku, þ.e.a.s
sem mannlegri stofnun, heldur því að það er borið uppi af orði
Guðs.
Hjónabandið sem veraldleg stofnun
Jafnhliða þessum skilningi lítur Lúther á hjónabandið sem ver-
aldlega stofnun sem sé að finna hjá öllum mönnum. Það er ekki
sakramenti, þótt það sé heilagt og veraldlegt í senn. Því var það
skoðun Lúthers að ríkið ætti að setja rammann utan um hjóna-
bandið með aðstoð embættismanna sinna og lögfræðinga, án
afskipta guðfræðinga. Þar sem kirkjan væri kölluð til að boða
fagnaðarei'indið og að hugga hrellda samvisku mannsins, væri það
skylda presta og annarra þjóna kirkjunnar að styðja hjón í samlífi
þeirra og reyna að leysa þær flækjur sem þau kynnu að þarfnast
hjálpar með. Þetta kemur vel fram við hjónavígsluna á tíma Lúth-
ers, þar sem hjón staðfestu hjónaband sitt opinberlega hjá borgar-
dómara. Sú athöfn fór að jafnaði fi'am við kirkjudyrnar og að
henni lokinni héldu bi'úðhjónin saman inn í kirkjuna þar sem
presturinn bað fyrir þeim, blessaði og lýsti þau hjón frammi fyrir
söfnuðinum. Að baki bjó sú skoðun að stofnun hjónabandsins
væri opinber athöfn, þar sem hjónaefnin lýsa yfir vilja sínum að
46 WA 32, 371 (Das fiinfte, sechste und siebente Kapitel Matthaei gepredigt und
ausgelegt, 1532).