Skírnir - 01.09.1998, Page 58
328
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
það erfiðleikar við framfærslu, og sérstaklega veikindi makans,
sem opna augu mannsins fyrir því að hann er kallaður til að sinna
maka sínum. Lúther minnir á að erfiðleikunum er misskipt alveg
eins og gæðum þessa heims; andspænis þeim verður hinn kristni
einstaklingur að leitast við að halda í þá von trúarinnar, að Guð
lætur engan bera meira en hann ræður við.48
I daglegu hjónalífi sínu verður maðurinn að vita að það er
ekki hægt að viðhalda til lengdar blossa hinnar fyrstu hrifningar.
Hann varir einungis um stund og það að elska stöðugt maka sinn
er erfitt og mikið verk. Ef það tekst þá er það óendanlega dýrmæt
gjöf og náð Guðs að þakka.49 Að halda hjónabandi gangandi
kostar stöðuga vinnu, því að sá sælureitur sem hjónabandið á að
vera, getur fyrir vanrækslu fallið í órækt. Og ósjaldan sameinast
hjónin í því að skapa sér sitt helvíti sem þau af kappi kynda upp í
með skeytingarleysi, leti og óvild. Lúther varaði við slíku og því
að leita út fyrir hjónabandið. Hann sagði t.d. að vissulega gæti
annar aðili verið fegurri maka okkar, en okkur bæri þá að hugsa
sem svo:
[HJeima á ég mun fallegri gersemi, sem er maki minn sem Guð hefur
gefið mér og hefur sæmt mig með orði sínu framar öllum öðrum, og þó
að hann sé líkamlega séð ekki fagur og sé viðkvæmur, þá finn ég enga
sem ég get sagt um með hreinni samvisku, þegar ég lít allar konur þessa
heims: Þessa hefur Guð sjálfur gefið mér og lagt mér í fang og ég veit, að
hann, ásamt öllum sínum englum, gleðst í hjarta sínu, þegar ég held mig
við hana í ást og tryggð. Hví ætti ég að vanvirða slíka Guðs gjöf og eltast
við aðra, þar sem ég finn ekki slíkan dýrgrip?50
Guð hefur blessað hjónabandið sem þann reit þar sem kær-
leikur hans getur átt sitt sérstaka endurskin hér í heimi. Þar að
auki hefur hann gefið að þessi kærleikur geti alið af sér börn:
„Það besta við hjónabandið, sem menn leggja svo mikið á sig fyr-
ir, er að Guð veitir því ávöxt og leggur fyrir að ala það upp til
48 WA 10 II, 291-92 (Vom ehelichen Leben, 1522).
49 WA Tr 5, nr. 5524 (veturinn 1542-43).
50 WA 32, 372 (Das fiinfte, sechste und siebente Kapitel Matthaei gepredigt und
ausgelegt, 1532); WA 34 I, 50, 52 (Zwo Hochzeitspredigten D. M. Luthers,
1536).