Skírnir - 01.09.1998, Page 66
336
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
SKÍRNIR
þess að heimilið geti orðið sannarlega kristilegt verður hjóna-
bandið að vera kristilega byrjað.“69 Þegar karl og kona vilja
stofna til hjónabands eiga þau að leita til Krists í trú, því fyrir
trúna býr Kristur í sérhverju hjarta sem aðhyllist hann. Helgi
sagði: „Þér eigið, áður en þér veljið yður lífsförunaut, að tala við
Guð yðar um það, eins og við vitran og ástríkan föður, sem þér
hvorki getið né viljið fegra fyrir málefni yðar. Og þér eigið að tala
um þetta við hann í bænum yðar, þangað til þér eruð orðin viss
um, hver að sé vilji hans.“70 Þarna skipaði Helgi bæn og íhugun í
það sæti sem Jón Vídalín setti ráð kristinna manna. Hann varaði
við því að fólk anaði út í hjónaband, en lagði um leið ábyrgðina á
þeirri ákvörðunartöku alfarið í hendur einstaklingnum. I bæninni
vill Helgi að maður íhugi hvort eigin skapgerð og skapgerð
makans eigi vel saman. Þegar einstaklingarnir hafa gert upp hug
sinn verða þeir að halda áfram á sömu braut og „láta Drottin ráða
á heimili sínu.“71
Að mati Helga réð það úrslitum fyrir hjónabandið að láta
Drottin ráða, sérstaklega þegar á móti blés, því neyðin gat verið
sár, sérstaklega þegar fátæktin sótti fólk heim. Helgi þekkti vel til
stöðu almennings á þessum tíma, í kringum aldamótin síðustu:
[E]n sé fátæktin ætíð þungur kross, þá hlýtur hann að vera tvöfalt þyngri
fyrir þann húsföður, sem heyrir börn sín kveina af hungri, en hefir ekk-
ert nema tómar hendurnar að rétta þeim [...] það eru vissulega þær mæð-
ur meðal yðar, sem heldur vilja sjálfar líða þyngstu þjáningar, en að
horfa upp á þjáningu barna sinna, án þess að geta sefað þær. [...] [En
ósjaldan eru hjónin sjálf uppspretta þjáningar sinnar í sambúðinni] þar
sem maðurinn er harður og ónærgætinn við konuna, og konan óeftirlát
og óblíð við manninn.72
Helgi lagði mikið upp úr því að heimilisfólk umvefði hvert
annað í bænum sínum: „Það sem hann veitir oss kraft og tækifæri
til að gjöra, til að ráða bót á böli voru, það eigum við kostgæfilega
að gjöra, þó það kunni að sýnast gagnslítið.“ Þegar svo lausn
69 Helgi Hálfdánarson: Prédikanir, 83.
70 Helgi Hálfdánarson: Prédikanir, 84.
71 Helgi Hálfdánarson: Prédikanir, 84.
72 Helgi Hálfdánarson: Prédikanir, 85.