Skírnir - 01.09.1998, Page 67
SKÍRNIR ÁGRIP AF KRISTNUM HJÓNABANDSSKILNINGI
337
finnst þá er gleðin tvöföld þegar heimilisfólkið hefur hjálpast að
og beðið fyrir hvert öðru.73
Loks hvatti Helgi hlustendur og lesendur sína til að minnast
Krists á gleðidögum, því Guð er sá sem veitir okkur laun erfiðis-
ins, hann kennir húsbóndanum vinnusemi og skilning, húsmóð-
urinni blíðu, sparsemi og stöðuglyndi. Og ,,[h]in sannkristnu
hjón eru velgjörðasöm við snauða, friðsöm við nágranna, sátt-
gjörn við óvini, trygg við vini og velviljuð öllum.“74 Fyrir Helga
var agi, siðsemi og reglusemi sá rammi sem góðvildin á að þrífast
innan. Ef svo væri ekki háttað með heimilið, átti heimilisfólkið að
leita til Guðs um hjálp til að ná því marki.
Áherslan á hið rétta hugarfar, sem á að móta allar athafnir
mannsins, er áberandi í máli Helga. Þannig beinir hann fyrst
sjónum sínum að hjónabandinu en víkkar síðan sjóndeildarhring-
inn og beinir athygli sinni að þjóðfélaginu í heild, því markmiðið
er að lokum að það mótist af hinni kristnu hugsun náungakær-
leikans.
Niðurstada
I þessari grein hefur verið reynt að draga fram megindrætti í
skilningi ritningarinnar á hjónabandinu og skoðað hvernig
siðbótarmaðurinn Lúther notar hann er hann leiðréttir hjóna-
bandsskilning kirkju samtíma síns. Sýnt hefur verið fram á að
hugmyndir síðari tíma íslendinga hafa verið hliðstæðar við hug-
myndir Lúthers, sem má rekja til þess hvernig hann tók aftur upp
hina jákvæðu nálgun ritningarinnar.
Óhætt er að segja að sá skilningur sem er ríkjandi í hinni
evangelísk-lúthersku kirkju á íslandi byggist á ritningunni og
túlkun Marteins Lúthers á henni. Þar ber eftirtalin atriði hæst:
• Karl og kona eru sköpuð til að dragast hvort að öðru og nýta
og njóta lífsins saman. Hjónabandið hefur tilgang sinn falinn í
sér, og ekki ber að leita hans handan þess.
73 Helgi Hálfdánarson: Prédikanir, 86.
74 Helgi Hálfdánarson: Prédikanir, 87.