Skírnir - 01.09.1998, Page 69
GEIR SIGURÐSSON
Vinnudýrkun, meinlæti og
vítahringur neyslunnar
Islenskt tilbrigði við stef eftir Max Weber
Á Íslandi hefur vinnusemi löngum þótt einn helsti, ef ekki allra
helsti, mælikvarði manngildis.1 Þeir sem þetta lesa hafa vafalaust
oftsinnis heyrt því lýst, og kannski einnig frá sjálfum sér, þegar
einstaklingi er veitt fyrirgefning gjörvallra synda sinna og lasta
fyrir þann „helga“ eiginleika sinn að vera „duglegur“. Hann geti
verið hræðilegur eiginhagsmunaseggur, vanrækt börn sín og
maka og verið yfirleitt hið mesta fúlmenni, en eitt megi hann þó
eiga, hann sé „helvíti duglegur". Sérstaklega er algengt að líta
þetta hrósyrði í minningargreinum. Ekki er þá laust við að maður
fyllist efasemdum og velti fyrir sér hvort skortur á öðrum já-
kvæðum eiginleikum hafi knúið þann sem skrifaði greinina til að
nota slík lýsingarorð. Sú er þó örugglega sjaldnast raunin, því í ís-
lenskum veruleika er „dugnaður" einfaldlega kostur sem jafnast á
við alla aðra mannkosti og tekur þeim jafnvel fram. Sá sem er
kærleiksríkur, hjálpsamur og örlátur fær vissulega einhver prik.
En sé hann einnig duglegur eru prikin fyrst tekin gild og þá er
ekki laust við að honum sé sýnd lotning. Að sama skapi er and-
skoti dugnaðarforksins, iðjuleysinginn, öllum öðrum mönnum
verri; hann er „letingi“, að minnsta kosti hugsanlegur baggi á
öðrum og án nokkurs vafa einskis nýtur. Hinn kærleiksríki,
hjálpsami og örláti iðjuleysingi er þannig ekki fyrst og fremst
1 Grein þessi er að stofni til erindi sem flutt var 25. apríl 1998 á málþingi Sið-
fræðistofnunar Háskóla íslands er bar yfirskriftina „Er vinnan að drepa okk-
ur?“ Aðrir frummælendur voru Vésteinn Lúðvíksson rithöfundur, sr. Kristján
Einar Þorvarðarson guðfræðingur og Jón Björnsson sálfræðingur. Eg vil nota
tækifærið og þakka skipuleggjendum málþingsins, Jóni Á. Kalmanssyni og
Vilhjálmi Árnasyni, fyrir að hleypa mér í púltið. Einnig þakka ég ritstjórum
Skírnis fyrir uppbyggilega gagnrýni við fullvinnslu greinarinnar.
Skírnir, 172. ár (haust 1998)