Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 81
SKÍRNIR
VINNUDÝRKUN, MEINLÆTI
351
tilhlökkun til komandi sælustunda í hvíld og afslöppun, því slík
hugsun er ógæfumerki, heldur verður hann að kerfisbinda og
rökvæða gjörvalla tilveru sína með hliðsjón af því eftirsótta hlut-
verki að vera „verkfæri" sem Guð beitir til að fullkomna sköpun-
arverkið. Allar þær athafnir sem ekki er beinlínis ætlað að auka
dýrð Guðs og þeirrar reglu sem Hann hefur kallað hinn útvalda
til eru því fordæmingartákn. Af þessum sökum kallar Weber
kalvínismann „innanheims meinlætahyggju",20 sem er eins konar
klausturlíf innan veraldlegrar tilveru, því það er til dæmis með
öllu bannað að njóta þess auðs sem er aflað, eða eyða hinum dýr-
mæta tíma í óþarfa spjall og samskipti. Allt sem vekur geðshrær-
ingar og truflar rökhugsunina, allt sem snýr að neyslu umfram
nauðsynlegustu þarfir og því að njóta tilverunnar á líðandi
stundu, einsog til dæmis lestur skáldsagna, leikhúsferðir, sam-
kvæmi og yfirleitt allt það sem ekki stefnir á nytsamlegt og arð-
vænlegt takmark, er gjörsamlega forkastanlegt.21
Þegar slík fordæming dægrastyttingar ber á góma koma manni
helst í hug samfélög hreintrúarstefnunnar í Nýja Englandi í
Bandaríkjunum á 18. og 19. öld, þar sem beinlínis var lagt bann
við hvers kyns skemmtanahöldum og veraldlegum samkomum.
Hins vegar stóðu hin lúthersku Norðurlönd, og þar á meðal Is-
land, þessum samfélögum ekki langt að baki, einsog lesa má um í
grein eftir Árna Björnsson sem fjallar að hluta til um hina trúar-
legu baráttu gegn skemmtunum á Islandi. Eg ætla að leyfa mér að
vitna í hluta svokallaðrar „Fororðningar um húsvitjanir á Islandi“
frá árinu 1746 sem Árni birtir í grein sinni:
Presturinn skal það alvarlegasta áminna heimilisfólkið að vakta sig fyrir
ónytsamlegum sögum og ólíklegum ævintýrum og uppdiktum [...]. So
og skal hann tilhalda fólkinu, að þeir so vel sjálfir, sem og líka þeirra
20 Á þýsku, „innerweltliche Askese“. Weber setur fram greiningu á fjórum teg-
undum trúarlegra forma samkvæmt raunverulegri virkni trúarsetninganna á
lífsmáta hinna trúuðu. Skipulegustu umfjöllun um þau er að finna í riti hans,
„Die Wirtschaftsethik der Weltreligionen“. Gesammelte Aufsátze zur
Religionssoziologie I. 9. útg., bls. 237-573; hér er vísað til bls. 539.
21 Sjá Weber: „Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus“, bls.
166 og 183-87.