Skírnir - 01.09.1998, Page 87
ÁRMANN JAKOBSSON
Konungasagan Laxdæla
1. Fegurð Kjartans Olafssonar
Hann var allra manna fríðastr, þeira er fœzk hafa á Islandi; hann var
mikilleitr ok vel farinn í andliti, manna bezt eygðr ok ljóslitaðr; mikit
hár hafði hann ok fagrt sem silki, ok fell með lokkum, mikill maðr ok
sterkr, hverjum manni betr á sik kominn, svá at allir undruðusk,
þeir er sá hann; betr var hann ok vígr en flestir menn aðrir; vel var hann
hagr ok syndr manna bezt; allar íþróttir hafði hann mj<jk umfram aðra
menn; hverjum manni var hann lítillátari ok vinsæll, svá at hvert barn
unni honum; hann var léttúðigr ok mildr af fé. (76-77)1
Hér er lýst yfirburðamanni og stóryrðin ekki spöruð. Kjartan
Ólafsson er ekki einn af þessum fáu. Hann er einn á tindinum. I
lýsingu hans er útlitið í öndvegi og einkum silkimjúkt hár. Utliti
Guðrúnar Ósvífursdóttur er á hinn bóginn hvergi lýst nákvæm-
lega í Laxdælasögu og ekki hári hennar. I lýsingu hennar (86)
kemur aftur á móti fram að hún sé kænni og orðspakari en aðrar
konur en um slíkt er ekki getið í lýsingu Kjartans.
Frá upphafi Laxdælasögu eru forfeður Kjartans, Laxdælaætt,
stöðugt að setja sig á svið fyrir aðra. Ættmóðurinni Unni er annt
um hvernig hún birtist öðrum: „Engum manni leyfði hon at
sœkja ráð at sér þess á milli, er hon fór at sofa á kveldit, ok hins,
er hon var klædd" (12). Hún yfirgefur svið jarðlífsins með reisn:
„Svá segja menn, at Unnr hafi verit bæði há ok þreklig; hon gekk
hart útar eptir skálanum; fundusk mpnnum orð um, at konan var
enn virðulig“ (12-13). Unnur er í sjónmáli veislugesta sem sjá
virðuleik hennar þegar hún gengur út úr veislunni sem hún hefur
sjálf sett á svið. Um morguninn finnst hún látin en upprétt: „sat
Unnr upp við hœgendin; hon var þá pnduð“ (13).
1 Hér verður vísað til Laxdælasögu (Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Islenzk
fornrit V. Rvík 1934) innan sviga í meginmáli. Rannsókn þessi var styrkt af
Rannsóknarráði íslands (Vísindasjóði) árið 1997.
Skírnir, 172. ár (haust 1998)