Skírnir - 01.09.1998, Page 92
362
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
baki Laxdælasögu og Njarðar P. Njarðvík og annarra sem hafa
talið að í Laxdælasögu væri sett fram samfélagsgagnrýni.10
Þessar túlkanir fela í sér að stóryrðin sem höfð eru um ágæti
Laxdæla og glæsilegan búning í sögunni séu háð en ekki lof. Það
hefur ekki síst þótt eiga við lýsingu Bolla Bollasonar sem er æði
löng og glysið mikið (225). Einar Olafur Sveinsson hefur bent á
að á Bolla sé „hlaðið miklu lofi, en honum auðnast ekki að sanna
ágæti sitt í verkinu, og lesandanum kemur í hug, að lofið fylli hér
upp eyður verðleikanna".11 Þar ýjar hann að íróníu í sögunni en
Margaret Arent Madelung setur þá túlkun skýrt fram:
Bolli virðist ekki lifa fyrir annað en að halda veislur. Hann sker sig ekki
úr vegna hæfileika sinna - jafnvel ekki í sundi - heldur fyrir það hvernig
hann eyðir fé sínu. [...] Þegar ytri dýrð og innri verðleikar fara ekki sam-
an verður írónían því meiri eftir því sem dýrðin virðist meiri.12
Sá fótur er vissulega fyrir írónískri túlkun á Laxdælasögu að
meiri áhugi virðist vera á útliti Laxdæla og búningi en hetjudáð-
um, nema ef vera kynni sundkeppni Kjartans við Olaf konung og
frækileg vörn hans. Á hinn bóginn verður ekki sagt að háðið sé
mjög opinskátt í sögunni. I henni finnst enginn lykill að því að
lofið sem hlaðið er á Laxdæli sé háð. Því er freistandi að leita ann-
arra túlkunarleiða.
Þegar Þórhalla málga sér Kjartan Ólafsson segir hún: „aldregi
hefir hann verit vaskligri en nú, ok er þat eigi kynligt, at slíkum
mpnnum þykki allt lágt hjá sér“ (148). Þar ratast kjöftugum satt á
munn. I Laxdælasögu er ekki lýst venjulegum mönnum. Laxdælir
sama. Hluti af þeirri virkni kvenna sem Cook nefnir eru frýjur, dæmigert
kvenhlutverk í Islendingasögum en mest áberandi þó í Njálssögu og Laxdælu
(Sbr. Heller. Die literarische Darstellung, 98-122).
10 Helga Kress. „Mjgk mun þér samstaft þykkja“; Njörður P. Njarðvík.
„Laxdœla saga - en tidskritik"; Conroy & Langen. „Laxdœla saga“, 124-28.
11 Einar Ólafur Sveinsson. Formáli, xiv. Aðrir hafa tekið undir það. Kolbrún
Bergþórsdóttir („Hver var Guðrún?“, 21) kallar Bolla „prúðbúið eftirlætis-
barn, sem minnir mest á vel skreyttan jólapakka“.
12 „Bolli seems to live for nothing but to give parties. He is outstanding not for
his character - not even for his swimming ability - but for the way he spends
his money. [...] When there is a discrepancy between outward splendor and
inward substance, the greater the splendor, the greater the irony.“ (Madelung.
The Laxdœla saga, 135-44).