Skírnir - 01.09.1998, Page 97
SKÍRNIR
KONUNGASAGAN LAXDÆLA
367
Dóttir Egils er „kostr [...] albeztr í Qllum Borgarfirði, ok þó
at víðara væri“ (62). Það er sem tvær konungsættir mægist þegar
Olafur gengur að eiga Þorgerði. Eins er með Kjartan og Guð-
rúnu. Þegar samdrætti þeirra er lýst í Laxdælasögu er bætt við:
„Þat var allra manna mál, at með þeim Kjartani ok Guðrúnu
þœtti vera mest jafnræði þeira manna, er þá óxu upp.“ Guðrún er
jöfn Kjartani og þá er mikið sagt. Ólafur pá telur hana eina „svá
kvenna, at mér þykki þér fullkosta" (112). Maður af konungaætt-
um giftist ekki hvaða konu sem er og Kjartan er afkomandi kon-
unga í tvær ættir. Göfugasta ættin er þó móðurætt Ólafs, enda
heitir Kjartan eftir Mýrkjartani, langafa sínum, og ekki óvænt að
Ólafur pá ann syni með þetta nafn mest barna sinna.
Mægðir höfðingjaætta og göfug nöfn eru hugleikin konunga-
sagnariturum.22 Hið sama gildir um fóstur. Ólafur sýnir yfirburði
þegar hann nær sáttum við bróður sinn með því að fóstra Bolla,
son hans, „ok er sá kallaðr æ minni maðr, er pðrum fóstrar barn“
(75). I konungasögum og öðrum höfðingjabókmenntum kemur
fóstur af þessu tagi oft fyrir. Ekki er kyn að Melkorku þyki fóst-
ur Ólafs lágt enda hefði meiri mönnum en Þórði godda átt að
vera sómi að því að fóstra dótturson Irakonungs (37). Eins viður-
kennir Hólmgöngu-Bersi yfirburði Ólafs með því að bjóða
honum fóstur (76) og Snorri goði þegar hann býður „Guðrúnu
barnfóstr til hugganar við hana“ (100). Það skiptir máli í Laxdælu
hver er meiri maður og hver minni, hver ambáttarsonur og hver
afkomandi konunga.
3. Að kunna veglyndi systur sinnar
Laxdæla hefur svipaða byggingu og konungasögur en ekki leiðir
af því einu að Laxdælir séu sem konungar. Steinn er það þó í
þann stöpul sem sagan reisir þeim. Ættgöfgi er meginatriði í sög-
unni og um hana snýst saga Ólafs pá. Þegar kemur að Kjartani er
staðfest að hann er af konungum kominn. I lýsingu hans er því
lögð áhersla á glæsilegt útlit og íþróttir sem Kjartan hefur um-
fram aðra uns hann finnur jafningja sinn í Ólafi konungi. Á
22 Sbr. Ármann Jakobsson. I leit að konungi, 95-96, 130.