Skírnir - 01.09.1998, Qupperneq 98
368
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
íslandi á Kjartan sér engan líka, það kemur fram í upphafi og í
leikum sem eru haldnir þegar hann snýr heim „hafði [...] engi
maðr við Kjartani, hvárki afl né fimleik“ (136).
Þó að útlit Laxdæla, íþróttir og ætt séu konungleg er hegðun
þeirra enn frekar til vitnis um eðlið. Þegar Unnur djúpúðga kem-
ur til Islands brýtur hún skip sitt í spón og er á flæðiskeri stödd.
En hegðun hennar er í engu samræmi við aðstæður hennar:
Síðan fór hon á fund Helga, bróður síns, með tuttugu menn. Ok er hon
kom þar, gekk hann á mót henni ok bauð henni til sín við tíunda mann.
Hon svarar reiðuliga og kvazk eigi vitat hafa, at hann væri slíkt lítil-
menni, ok ferr í brott; ætlar hon nú at sœkja heim Bjprn, bróður sinn, í
Breiðafjprð. Ok er hann spyrr til ferða hennar, þá ferr hann í mót henni
með fjplmenni ok fagnar henni vel ok bauð henni til sín með pllu liði
sínu, því at hann kunni veglyndi systur sinnar; þat líkaði henni allvel, og
[sic] þakkaði honum stórmennsku sína. Hon var þar um vetrinn, ok var
henni veitt it stórmannligsta, því at efni váru gnóg, en fé eigi sparat. (8-9)
I þessari frásögn koma fyrir lykilorð: lítilmenni, fjölmenni, veg-
lyndi, stórmennska. Fjölmennið hjá Birni austræna sýnir stór-
mennsku sem kemur heim við veglyndi systurinnar. En fyrst og
fremst lýsir frásögnin drottningu sem strönduð á fjarlægu útskeri
veit af veg sínum. Sparsemi og aðrar bændadyggðir eiga hvergi
heima í þessari frásögn. Ef andstæðurnar konungur og bóndi í
frásögn Heimskringlu um fund Olafs helga og Sigurðar sýrs eru
hafðar í huga, fer ekki milli mála að viðhorf Unnar eru konungs
en ekki bónda.23
Einn kostur konunga er „ríki“.24 Höskuldur er „ríkr ok kapp-
samr, ok skortir eigi fé“ (18). Stórmennskan gerir hann höfðingja,
ásamt auð til að standa undir. Hann tekur hlutverk sitt alvarlega
og fer utan að fá húsavið því að honum „þótti þat ávant um rausn
sína, at honum þótti bœr sinn húsaðr verr en hann vildi“ (21). I
þeirri ferð finnur hann Gilla gerska, kaupir dýrustu ambáttina
sem er til sölu og fær henni ný klæði, með þeim rökum að lítt sjái
„stórlæti á klæðabúnaði þeim, er Gilli inn auðgi hefir þér fengit“
(24). Síðar dregur úr stórmennsku hans. Þegar Hrútur heimtir
23 Sjá: Ármann Jakobsson. „Konungur og bóndi.“
24 Sbr. Ármann Jakobsson. / leit að konungi, 114-17.