Skírnir - 01.09.1998, Page 103
SKÍRNIR
KONUNGASAGAN LAXDÆLA
373
Tekið er fram að viðtökur Ólafs séu einstakar. Sama gildir um
eftirmann Haralds, Hákon jarl. Hann tekur Ólafi fádæma vel og
leyfir honum að höggva skóg á þeim forsendum „at vér hyggjum,
at oss sœki eigi heim hversdagliga slíkir menn af Islandi“ (78).
Næstur Laxdæla fer til Noregs Kjartan Ólafsson og verður
þegar leiðtogi Islendinga þar: „Islendingar váru allir saman um
vetrinn í bœnum; var Kjartan mjgk fyrir þeim“ (118). Konung
hittir hann á eftirminnilegan hátt í sundkeppni þar sem þeir kaf-
færa hvor annan og má heita jafntefli milli þeirra. En Kjartan er
óvanur að eiga sér jafnoka og þegar hinn ókunni spyr hann um
aðrar íþróttir hans svarar hann luntalega: „Þat var orð á, þá er ek
var á íslandi, at þar fœri aðrar eptir; en nú er lítils um þessa vert“
(117). Kjartan hirðir ekki um nafn þess sem hann hefur att kappi
við en konungi þykir mikið til um Kjartan:
Kjartan svarar engu ok snýr þegar í brott skikkjulauss; hann var í skar-
latskyrtli rauðum. Konungr var þá mj<jk klæddr; hann kallar á Kjartan
ok bað hann eigi svá skjótt fara. Kjartan víkr aptr ok heldr seint. Þá tekr
konungr af herðum sér skikkju góða ok gaf Kjartani; kvað hann eigi
skikkjulausan skyldu ganga til sinna manna. (118)
Kjartan er auðvitað klæddur í skarlat og konungi þykir hann
„gorviligr maðr, enda lætr þú allstórliga“ (118). Það eru engar
ýkjur. Þó þiggur hann skikkjuna. Hann er sjálfur klæddur sem
konungur en skikkjan, tákn vináttu konungs, prýðir hann þó enn
meir.
Þegar aðrir lúffa fyrir konungi og taka kristni streytist Kjartan
á móti:
þykki mér þat ok lítilmannligt, at vera tekinn sem lamb ór stekk eða
melrakki ór gildru; þykki mér hinn kostr miklu betri, ef maðr skal þó
deyja, at vinna þat ngkkut áðr, er lengi sé uppi haft síðan.“ Bolli spyrr:
„Hvat viltu gera?“ „Ekki mun ek því leyna," segir Kjartan, „brenna kon-
unginn inni.“ „Ekki kalla ek þetta lítilmannligt,“ segir Bolli. (119)
Hér er á ferð afkomandi hinnar veglyndu Unnar. Konungur reið-
ist þegar hann fréttir af: „eigi mun þér þess auðit verða, at standa
yfir hpfuðsvgrðum mínum, ok œrna hefir þú spk til þess, þóttú
heitaðisk eigi við fleiri konunga inni at brenna“ (120). Látið er í