Skírnir - 01.09.1998, Page 107
SKlRNIR
KONUNGASAGAN LAXDÆLA
377
Kjartan er ekki aðeins „umfram aðra menn“ vegna ættar, atgervis
og glæsileika. Trúrækni þarf einnig að koma til. Enn er Kjartan í
sjónmáli alþýðu manna. Menn fara langar leiðir til að sjá hann,
eins og líkneski. Ekki vegna glæsileika í þetta sinn, heldur innri
styrks.
6. Söngur aldar
Ekki hefur skort kenningar um upphaf Laxdælasögu. Þar hafa
Sturlungar verið nefndir til, bæði Snorri Sturluson og Sturla
Þórðarson en einkum Olafur Þórðarson hvítaskáld.37 Rolf Heller
hefur sýnt fram á tengsl Laxdælasögu við hinar og þessar Islend-
ingasögur, konungasögur, sögur í Sturlungu og byskupasögur.
Hann telur söguna ritaða um 1270, nokkru eftir að Ólafur lést.38
Aðrir hafa talið hana eldri, þar á meðal Bjarni Guðnason sem tel-
ur hana ritaða um 1255. Almennt þykir líklegt að sagan sé sett
saman undir lok Sturlungaaldar enda eru elstu handrit hennar
litlu yngri.39
37 Sjá m.a.: Einar Ólafur Sveinsson. Formáli, xxx; Mundt. Sturla Þórðarson und
die Laxdtela saga; Hallberg. Ólafur Þórðarson hvítaskáld, Knýtlinga saga och
Laxdæla saga; Heller. „Laxdœla saga und Knytlinga saga“; Hallberg. „Ólafur
Þórðarson hvítaskáld, Knýtlinga saga och Laxdæla saga“; Heller. „Knytlinga
saga“; Hallberg. „f leit að höfundi Laxdælu“; Hallberg. Stilsignalement och
författarskap i norrön sagalitteratur; Heller. „Der Verfasser der Laxdœla saga
und sein Verhaltnis zur Sturlubók"; Helga Kress. „Mjgk mun þér samstaft
þykkja“; Helgi Skúli Kjartansson. „De te fabula ...“ ; Madelung. The Laxdœla
saga, 194-96.
38 Sjá m.a.: Heller. Literarisches Schaffen in der Laxdœla saga; Heller. Laxdcela
saga und Königssagas; Heller. „Laxdœla saga und Sturlunga saga“; Heller.
„Laxdœla saga und Bischofssagas"; Heller. „Gísla saga Súrssonar und
Laxdœla saga“; Heller. „Laxdœla saga und Landnámabók"; Heller.
„Fóstbrœðra saga und Laxdœla saga“; Heller. „Die Gebeine des Goden
Snorri“; Heller. Die Laxdœla saga, 53-150. Sjá einnig: Björn M. Ólsen.
„Landnáma og Laxdæla saga“; Heimir Pálsson. „Rittengsl Laxdælu og Njálu“;
Hermann Pálsson. Leyndarmál Laxdtelu; Bjarni Guðnason. Túlkun
Heiðarvígasögu, 238-53.
39 Heller. „Das alter der Laxdœla saga“; Madelung. The Laxdœla saga, 183-96;
Bjarni Guðnason. Túlkun Heiðarvígasögu, 252-53; Beck. „Laxdœla Saga - A
Structural Approach“, 398-401; Njörður P. Njarðvík. „Laxdœla saga - en
tidskritik?"