Skírnir - 01.09.1998, Page 117
SKÍRNIR
LEIKIÐ í HLÖÐUM OG Á PAKKHÚSLOFTUM
387
starfsemi á Seyðisfirði, sem ekki hafði verið gert annars staðar.8
Vitnisburð hef ég síðan mátt sækja í leikskrár ýmissa félaga, eink-
um þegar þau standa á tímamótum, í afmælisrit þeirra, endur-
minningar einstaklinga, ævisögur, dagbækur, sendibréf, jafnvel
hátíðarræður og annað þess háttar. Þá hef ég haft tal af tugum
heimildarmanna, sem hafa miðlað fróðleik í bréfum og samtölum.
Og er þó ekki sennilegt að öll kurl séu komin til grafar.
Hér á eftir verður reynt að lýsa upphafi að leikstarfi áhuga-
fólks með skipulegri hætti en áður hefur verið gert, fyllt í eyður
og freistað þess að gera eins konar Islandskort af upphafi áhuga-
leikstarfseminnar.
Öll veröldin er leiksvið
Þegar farið er nánar í saumana á upphafi leikstarfsemi áhuga-
manna hér á landi kemur í Ijós að leikið er í nálega hverjum þétt-
býliskjarna, eða þorpi, sem nær að koma sér upp 100 íbúa fjölda á
þeim 60 árum sem þessi könnun tekur yfir. Leikstarfsemin er að
vonum umfangsmeiri og samfelldari á stærri stöðunum, en þó er
eins og það verði metnaðarmál í hverju plássi að vera með í leikn-
um. Slíkt er meira að segja sagt berum orðum í blaðagreinum á
stærri stöðunum, en þess ber að minnast að smærri staðirnir
bjuggu ekki við heimalegan blaðakost.9 Samkvæmt skrám Hag-
stofunnar eru sem næst 40 þéttbýlisstaðir utan Reykjavíkur sem
ná íbúafjölda um eða yfir 100 á þessu tímabili. Hefur mér tekist
að afla upplýsinga um leikstarfsemi í þeim öllum ef undan eru
skilin Flatey, Raufarhöfn og Þórshöfn á Langanesi, svo og
Bakkafjörður, en tveir síðastnefndu staðirnir ná reyndar ekki 100
íbúum á þessu tímabili.10 Á móti koma nokkrir staðir, þar sem
8 íslensk leiklist II (1996), 56-59.
9 Sjá t.d. Austra 9. febr. 1907.
10 Nokkra innsýn í þessa þróun mun gefa að bera ofangreinda tíund saman við
tölur um fólksfjölda annars vegar í þéttbýliskjörnunum og hins vegar til
sveita, því að liður í þessari menningarvakningu er breytt samfélagsbygging.
Árið 1890 eru íbúar á íslandi alls 70.927, árið 1901 eru þeir 78.458, 85.183 árið
1910 og 94.690 árið 1920. Þeir skiptast svo (miðað við fyrri ártöl): Á suðvest-
urhorninu: 10.256, 12.025, 17.595, 24.323 í þéttbýli en í sveitunum 5513, 4430,