Skírnir - 01.09.1998, Síða 119
SKÍRNIR LEIKIÐ í HLÖÐUM OG A PAKKHÚSLOFTUM
389
gæruskinnum, skeggjaður vel og vopnaður sveðju og brynju.11 Þá
er það einstakt áræði þegar hópur fólks, sem fæst hafði nokkurn
tíma séð leiksýningu, réðst í það í konungshúsinu við Geysi í
Haukadal að leika Galdra-Loft Jóhanns Sigurjónssonar veturinn
1915-16 eða haustið eftir, tæpu eða rúmu ári eftir að hann var
frumfluttur í Iðnó í Reykjavík og áður en almennt er farið að
leika hann á Norðurlöndum.12
Þessi leikstarfsemi skiptist þannig í þrjá flokka:
a) þá sem á sér stað í kaupstöðum og kauptúnum,
b) þá sem skólanemendur standa fyrir,
c) þá sem fram fer til sveita.
Þegar hugað er að kveikju þessara sýninga, virðist það vera al-
gengt mynstur að einn eða tveir forvígismenn standa að leikum
og tekst að hrífa með sér nægilega stóran hóp til að koma upp
sýningum. A sumum stærri stöðunum var um að ræða aðflutta
Dani, sem kynnst höfðu leiklist í heimalandi sínu; þannig verða
t.d. Bernard Steincke verslunarstjóri, Jacob Chr. Jensen og Anna
Schiöth frumkvöðlar leiklistar á Akureyri upp úr 1860 og þá er
leikið á dönsku. Sem eins konar mótvægi rísa þá upp synir Ólafs
timburmeistara Briem á Grund og leika þar á bæ allt það sem til-
tækt er leiklistarkyns á íslensku og bæta um betur með frum-
sömdum verkum; var þar fremstur í flokki Kristján Briem.13 Sams
konar togstreita var þekkt úr Reykjavík þessara ára, en það var
eitt helsta kappsmál Sigurðar Guðmundssonar, og í samræmi við
þjóðernisstefnu hans, að leikið skyldi á íslensku fyrir Islendinga.
Sigurðar naut við þegar leikið var í höfuðstaðnum á árunum
1858-74. Þá voru og þess dæmi að Danir segðu íslendingum til
við sýningar á íslensku. Má hér nefna Ludvig Popp á Sauðárkróki
og frú Vigant Clausen í Stykkishólmi.14 Islenskir verslunarmenn
11 Úr endurminningum Ingveldar Jónsdóttur (f. 1902), frásögn skráðri af dóttur
hennar (1995). Heimild frá Guðmundi Magnússyni, fyrrverandi fræðslustjóra.
12 Heimildarmaður er dr. Gunnar Karlsson prófessor, en móðir hans var meðal
leikenda. Grein um þetta efni eftir hann birtist í ritinu Litli-Bergþór (19.1.
1988) sem gefið er út af Ungmennafélagi Biskupstungna.
13 Sjá Islensk leiklist I, 330 og áfr.
14 Leikhúsmál I, 4 (1941), IV, 1 (1943), IV, 2-3 (1944), V, 1-2 (1945) og VII, 2-3
(1948). Anna og Ólafur Thorlacius, Óðinn 13 (1917).