Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 129
SKÍRNIR
LEIKIÐ í HLÖÐUM OG Á PAKKHÚSLOFTUM
399
eftir og hélt í annan spotta, sem festur var við kólf klukkunnar. Þannig
var „marsérað" um götuna og ekki sparað að slá bumbalda. [...] Fimm
mínútum áður en tjaldið var dregið upp, var hringt lítilli bjöllu þrívegis.
Þegar því var lokið, opnuðust norðurdyrnar á salnum, og inn gægðist sá
sem dró upp tjaldið, leit inn í salinn og hrópaði: „Slökkvið í salnum!“
Það hlutverk ræktu þeir, sem sæti áttu undir tveimur olíulömpum, sem
héngu í loftinu, annar aftarlega í húsinu, hinn nær sviðinu. Þegar myrkt
var orðið í salnum, lokaði tjaldamaður hurðinni og fór að draga í kaðal-
inn, sem dró upp tjaldið.
Menn hafa sem sagt verið farnir að huga þá þegar að því sem nú á
dögum er kallað markaðssetning. En Kristmundur heldur áfram:
Tjaldið var mikið málverk af eyjunum á Skagafirði, gert af málaranum
Einari Jónssyni. Hafði fólk gaman af að horfa á tjaldið, meðan beðið var
eftir að sýningar hæfust. Það var fest á tvö trékefli, annað að ofan, og
vafðist það upp á það, hitt að neðan og dró það tjaldið niður. Voru mikl-
ir skruðningar, þegar tjaldið féll, því að oftast var kaðlinum sleppt laus-
um, svo að það félli sem skjótast.
Þrír aðallampar voru í húsinu, tveir eins og áður getur, í salnum, en
sá þriðji uppi á sviðinu. Lampar þessir voru 30 línu. Skermarnir voru allt
að metra í þvermál eða jafnvel meira, og niður úr þeim héngu glerstrend-
ingar um 4-5 cm langir. Fremst á sviðsgólfinu var 20-25 cm djúp rás og
ámóta breið. Þar var gólfljósum komið fyrir, sem voru þetta 6-8 línu
vegglampar, og framan við þá var sett 20-25 cm breitt borð, svo að birt-
una bæri ekki fram í salinn, og eins til að verja lampana fyrir krökkun-
um.31
Hér er sagt frá algengum lýsingarhætti á þessum árum, sem líka
tíðkaðist í „alvöru“-leikhúsum til þess tíma að gasljós voru inn-
leidd og síðar rafljós.
Næsta skref var síðan að reisa eiginleg samkomuhús, sem frá
upphafi væru öðru fremur hugsuð fyrir leikstarfsemi. Þetta gerð-
ist fyrst árið 1893, þegar Fjalakötturinn við Bröttugötu í Reykja-
vík var reistur. Síðan komu hús Iðnaðarmannafélagsins við Tjarn-
arbakkann í Reykjavík 1897 og samkomuhúsið á Akureyri, byggt
1906. Öll voru þessi hús með föstu leiksviði og sviðsvængjum,
sviðsramma og sviðsopi, föstum bekkjaröðum og sum einnig með
loftsvalir fyrir áhorfendur og rúmuðu 2-300 manns í sæti. Reynd-
31 Saga Sauðárkróks I, 378.