Skírnir - 01.09.1998, Page 134
404
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
Afhverju hlupu allir til að leika?
Jafn skyndilegri blómstrun og víðtækri útbreiðslu leikstarfsemi
og hér hefur verið lýst má líkja við menningarsögulega spreng-
ingu. Greinarhöfundi er ekki kunnugt um sambærilega þróun í
nokkru nágrannalandi.
Eigi að síður má greina svipaða eðlisþætti í grannlöndunum
og hér hefur verið lýst. Hinn pólitíski þáttur er áberandi í öllum
þeim dæmum, almenn þátttaka í leikstarfsemi er liður í því að efla
þjóðarvitundina og tungumálið sem sterkustu stoðir menningar-
legrar samstöðu þjóðar eða þjóðarbrots. Þannig voru t.d. aðstæð-
ur í Noregi um 1830, þegar andstaða blossaði upp gegn dönskum
atvinnuleikurum, sem þá voru alls ráðandi. Skáldið Henrik
Wergeland og félagar hans skáru þá upp herör gegn því að Sig-
urður Jórsalafari og Hákon jarl töluðu Kaupmannahafnardönsku
á norsku leiksviði.37
Hliðstæðu má finna norðarlega í Skotlandi langt fram eftir 20.
öldinni. Atvinnuleikflokkar komu t.d. frá Lundúnum til Inver-
ness og sýndu um skeið leiki eftir enska, skoska og írska höfunda
á staðlaðri ensku, en áhugaleikarar heima fyrir léku þess á milli á
skoskri mállýsku, sem er meira mótuð af gelískum áhrifum en sú
enska sem töluð er í Lundúnum.38
Upphaf leikstarfsemi í Finnlandi er nokkuð annars konar, þó
að sú þróun sé einnig forvitnileg til samanburðar við það sem
gerðist á Islandi. Þar hófust áhugamannasýningar með sænsku
hástéttinni og voru vinsælar frameftir 19. öldinni; mér dettur í
hug að þær hafi á sinn hátt verið þjóðernislegt andóf á yfirráða-
skeiði Rússa.39 Leiksýningar á finnsku komu talsvert síðar, eða
upp úr 1870, og tengdust þá mjög baráttunni fyrir rétti finnskrar
tungu. Einnig hér eru og aðrar hliðstæður, því að leikstarfsemin
um og eftir aldamótin tengdist mjög margvíslegri félagasstarf-
semi, ekki síst hinnar vaknandi verkalýðsstéttar, sem hafði mikil
áhrif á þróun finnskrar leiklistar frá áhugamannastigi yfir til svo-
37 Sjá t.d. T. Blanc: Christiania Theatres Historie (1899), 72 og áfr.; Thoralf Berg:
Tidig teateri Trondheim (1994).
38 Sjá James Miller: The Magic Curtain (1986), 20 og áfr.
39 Ingrid Quarnström: Svensk teater i Finland I (1946), 251-65.