Skírnir - 01.09.1998, Qupperneq 148
418
SVEINN EINARSSON
SKÍRNIR
(ópr.) eftir Jón Gauta Pétursson er getið þriggja leiksýninga í Mý-
vatnssveit, fyrst á þáttum úr Pilti og stúlku veturinn 1876, einu eða
tveimur árum seinna Maurapúkinn og loks vorið 1886 Afturhalds-
maðurinn eftir Ara Jónsson; tvær síðastnefndu sýningarnar voru í
heyhlöðu á Skútustöðum. A Halldórsstöðum í Kinn var leikinn
leikur eftir óþekktan höfund, Bóndinn á Fróðá, 1892, í gömlum
torfbæ. A nýársnótt árið 1900 var fluttur heimagerður leikur að
Ljósavatni, þar sem Jónas Jónsson frá Hriflu, þá 15 ára gamall,
mun hafa leikið hlutverk gamallar konu. Og í Landamótsseli var
1917 flutt enn ein leikgerðin úr Pilti og stúlku. Sjá bréf til greinar-
höfundar frá Böðvari Jónssyni bónda á Gautlöndum (f. 1925),
dags. 9. janúar 1998; „Skrá um sýningar í Ljósavatnshreppi 1892-
1976“, samantekin af Sigurði Geirfinnssyni (barst greinarhöfundi
frá Grími Vilhjálmssyni bónda á Rauðá (f. 1936)).
I Aðaldal eru frásagnir af leiksýningum um aldamótin. Hand-
skrifað héraðsblað, Geisli, upplýsir okkur um að Hrólfur og Ve/-
arinn með tólfkóngaviti hafi verið leiknir þar í Haga, og á Syðra
Fjalli 1901 Maurapúkmn og Narfi og munu sýningar hafa farið
fram í hlöðu. Heimild: Skrá yfir leiksýningar í blaðinu Geisli, ljós-
rit frá Snæ Jóhannessyni bóksala (f. 1925). Viðbótarupplýsingar frá
Ásu Ketilsdóttur (f. 1935) í bréfi til greinarhöfundar 2. janúar
1997.
6. Á Austurlandi er vitað um sýningu á Vesturförunum eftir séra
Matthías á Kóreksstöðum í Utmannasveit milli 1907 og 1917 og
var leikið í samkomuhúsi sveitarinnar. Sömuleiðis berast fregnir af
sýningum á Brandi, væntanlega leik Geirs Vídalíns, á Höskulds-
stöðum í Breiðdal í fjóshlöðu árið 1914. Sjá áðurnefnt bréf til
greinarhöfundar frá Ármanni Halldórssyni og annað frá Sigurði
Karlssyni bónda í Laufási (f. 1922), dags. á skírdag 1995. Sjá ennfr.
Ólafur Jónsson: A tveimur jafnfljótum I (1971), 103 og um Hösk-
uldsstaði: Breiðdæla hin nýja I (1986), 194, 394.
7. I Lónssveit eru fregnir af leiksýningum um svipað leyti og farið er
að fást við leiklist á Höfn í Hornafirði. Um er að ræða Prestkosn-
inguna, sem var leikin þar 1914 og síðan farið með í leikför yfir
Almannaskarð og leikið á Nesjum. Upplýsingar frá Arnþóri
Gunnarssyni sagnfræðingi í bréfi til greinarhöfundar 21. mars
1997. Sjá ennfr. Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu I (1971), 116
og III (1976), 303-13.
8. I Hreppunum fóru og fram leiksýningar á þessum árum, bæði í
þinghúsinu í Hruna og í baðstofunni í Ásum í Gnúpverjahreppi. I
Ásum var Skugga-Sveinn leikinn 1908 og síðan var þar nær árlega
fluttur leikur næstu árin. Af dagbókarblöðum Kristjáns Sveinsson-
ar í Ásum sést að 1914 hefur staðið til að leika Sálina hans Jóns
míns eftir Hólmfríði Sharpe, en síðan hefur verið breytt um áform