Skírnir - 01.09.1998, Side 166
436
UNNUR BIRNA KARLSDÓTTIR
SKÍRNIR
Mannkynbótasinnar horfðu á hjónabandið frá sjónarhóli arf-
gengiskenninga, líkt og á allt annað tilheyrandi mannlífinu. Agúst
sagði í þessu sambandi að erfðir væru „undirstaða mannlegs lífs“,
en þær væru svo „aítur komnar undir makavali hvers manns,
karls jafnt sem konu“. Ágúst harmaði hve þessum atriðum hefði
verið gefinn lítill gaumur hér á landi. Hér væru tún ræktuð og
bústofn sömuleiðis en látið skeika að sköpuðu þegar menn festu
ráð sitt. Islendingar létu stjórnast af ást, útliti eða efnahag í stað
þess að fara eftir því sem skipti höfuðmáli:
En þótt menn hyggi, að þeir hafi vel valið, þá fylgir einatt bögull
skammrifi. I fylgsnum líkamans, í eggi og sæði, búa eilitlir nestisbaggar,
svonefndir litningar, 48 að tölu hjá manninum, er fela í sér allar kynfylgj-
ur ætta þeirra, sem tengjast, svonefnda kynkosti og kyngalla, er komið
hafa í ljós hjá ættum þessum eða kunna að leynast þar. Það væri því mun
ráðlegra en að líta í augu eða á vangasvip konuefnis síns eða til efnahags
hennar og ættgöfgis að svipast um meðal frænda hennar í föður- og
móðurætt. Því að það eru í raun réttri ættirnar eða öllu heldur ættfrymi
þeirra, sem tengjast og geta sér afkvæmi, en ekki maðurinn og konan, því
að þau eru í raun og veru aðeins umslög utan um arfgjafa ætta sinna,
hvort í sínu lagi.37
Ágúst sagði að með „heppilegu“ makavali gæti fólk „áunnið
afkomendum sínum heilbrigði, dugnað og góðar gáfur, en með
léttúðugu, óheppilegu makavali heilsuleysi, dugleysi og ónytj-
ungshátt, síblæðingu, blindu og heyrnarleysi, að ég nefni ekki
siðferðilega og andlega fábjánsku", bætti hann við. Með slíku
spilltu menn ekki aðeins eigin ætt heldur öllum þeim ættum sem
síðar myndu mægjast við þessa ætt og þannig sjálfri þjóðinni.38
Barneignir utan hjónabands stuðluðu að úrkynjun, samkvæmt
kenningum arfbótasinna. Að ala lausaleiksbarn væri merki um
arfgenga siðferðisgalla á borð við dugleysi og léttúð. Börn getin í
lausaleik myndu óhjákvæmilega erfa slíka galla foreldra sinna.
Ágúst hafði þungar áhyggjur af þessum efnum hér á landi, þar
sem fjórðungur allra barna væri getinn í lausaleik:
37 Sama heimild, 29.
38 Sama heimild, 33.