Skírnir - 01.09.1998, Síða 169
SKÍRNIR
,KYNBÆTT AF ÞÚSUND ÞRAUTUM'
439
yfirburða vel gerðir frá náttúrunnar hendi en þeir eiginleikar,
bætti hann við, „eiga rót sína að rekja til fjölbreytni sveitalífsins,
en hverfa eða réna, þar sem þéttbýli eða einhæfir lífshættir taka
við, eins og verða vill í sjóþorpunum".47 Mannkynbótastefnan
féll þannig vel að andstöðu margra málsmetandi Islendinga við of
mikla þéttbýlismyndun. Talið var að sveitirnar ættu áfram að
vera aðallífæð þjóðarinnar og vagga íslenskrar menningar, eins og
þær höfðu verið öldum saman.48
Að verjaþjóð gegn utanaðkomandi úrkynjun
Eins og fram hefur komið vildu mannkynbótasinnar ástunda
kynbætur á mönnum með hagsmuni heildarinnar og komandi
kynslóða í huga. Heildin var, í þessu sambandi, ekki allir þegnar
tiltekins ríkis heldur tiltekið „úrval“ úr ákveðinni stétt eða „rétt-
um kynþætti“. Góðkynjunarstefna litaðist þannig mjög af kyn-
þáttahyggju síns tíma, þar sem hvítir menn töldu sig æðri íbúum
Asíu og Afríku og afkomendum þeirra í Bandaríkjunum. Ymsir
mannkynbótasinnar flokkuðu einnig hvíta menn niður í líffræði-
lega mishæfa og misverðuga kynstofna. Ibúum Norður-Evrópu
og afkomendum þeirra í Bandaríkjunum var hampað sem hæfasta
kynstofni hvítra manna, samanborið við íbúa Austur- og Suður-
Evrópu. Þessi hugmyndafræði hlaut töluverðan hljómgrunn í
Norður-Evrópu og Bandaríkjunum á síðari hluta 19. aldar og
fyrri hluta þeirrar 20., en með ýmsum blæbrigðum og misjöfnum
áherslum.49 Þekktastar eru væntanlega kenningar þýskra kyn-
þáttasinna um fólk af norrænum kynstofni sem hreinustu afkom-
endur forngermana. Þeir sem best þóttu uppfylla þetta skilyrði
voru útvalinn hluti íbúa Þýskalands og flestir Norðurlandabúar,
þar á meðal íslendingar.50 Hér á landi fylgdust ýmsir með þessum
kenningum og fjölluðu um þær. Guðmundur Hannesson (1866-
1946), prófessor í læknisfræði við Háskóla Islands, fræddi Islend-
47 Skinfaxi, 2. tbl. 1915, 9-10.
48 Ólafur Ásgeirsson: Iðnbylting hugarfarsins, 45-51.
49 Bowler: Evolution, 289, 293; Kevles: In the Name of Eugenics, 46-47, 74-76,
116-17; Mosse: Toward the Final Solution, 1-150.
50 Um þessa hugmyndafræði sjá Lutzhöft: Der Nordische Gedanke in Deutsch-
land.