Skírnir - 01.09.1998, Síða 171
SKÍRNIR
.KYNBÆTT AF ÞÚSUND ÞRAUTUM'
441
salt jarðar, og hafi flest ágætisverk unnið í þarfir menningarinnar. Það er
bæði ófróðlegt fyrir oss Islendinga og óhyggilegt, að vita ekki full deili á
þessari einkennilegu stefnu, sem má sín svo mikils í Bandaríkjunum, að
þau hafa sniðið innflytjendalög sín eftir henni. I Þýskalandi hafa sprottið
upp félög ungra manna, sem vinna að því að efla norræna kynið þar í
landi, tímarit, sem fjalla um þetta mál eingöngu o.s.frv. Bækur Dr.
Gúnthers hafa átt mikinn þátt í öllu þessu. Það má ekki minna vera, en
að Norðurlandaþjóðir fylgist með í þessu máli, sem skipar þeim í svo
veglegan sess.57
í skrifum Guðmundar Finnbogasonar má greina svipuð viðhorf.
Ffonum fannst landar sínir standa betur að vígi en flestar aðrar
þjóðir hvað erfðakosti snerti. Hinn „upphaflegi kynstofn var
óvenjugóður", sagði hann, og hafði „lítið blandast útlendu
blóði“.58 Upprunalegir kynkostir Islendinga hefðu ennfremur
ávaxtast í aldanna rás, þar sem þjóðin væri „kynbætt af þúsund
þrautum". Þeir lífseigustu hefðu lifað af í þessu harðbýla landi og
arfleitt komandi kynslóðir af sínu meðfædda hrausta eðli. „Hall-
ærin hafa þannig hrundið fyrir ætternisstapa tiltölulega mörgum
af þeim flokki manna, er lítill dugur var í, og að sama skapi hefir
hlutur þeirra í ættgengu eðli þjóðarinnar orðið minni.“59 Guð-
mundi þótti mikilvægt að koma í veg fyrir að gott erfðaupplag ís-
lendinga spilltist. „Þar tilheyrir fyrst og fremst að varna því, að
hingað flytjist útlendur trantaralýður og blandi blóði við
þjóðina.“60 Skrif þeirra Guðmundar Finnbogasonar og Guð-
mundar Hannessonar einkenndust þannig af þjóðernissinnaðri
einangrunarstefnu og upphafningu á Islendingum, sem fágætum
og frábærum kynstofni.
Enda þótt þjóðernis- og kynþáttahyggja settu svip sinn á
mannkynbótastefnuna allt frá árdögum hennar er þessi þáttur
stefnunnar einna þekktastur í túlkun þýskra nasista á fjórða og
fimmta áratugnum. Eins og kunnugt er aðhylltist hópur íslenskra
57 Lœknablaðið, 1. tbl. 1925, 21. Hér á Guðmundur m.a. við kenningar þýskra
kynþáttasinna um hverjir væru „hreinustu“ afkomendur forngermana meðal
norður-evrópskra þjóða. Giinther lagði öðrum fremur grundvöll að upphafn-
ingu nasista á norrænum kynstofni.
58 Guðmundur Finnbogason: „Mannkynbætur“, 202.
59 Guðmundur Finnbogason: Land ogþjóð, 144-45.
60 Guðmundur Finnbogason: „Mannkynbætur", 202.