Skírnir - 01.09.1998, Síða 173
SKÍRNIR
,KYNBÆTT AF ÞÚSUND ÞRAUTUM'
443
rjettar", sagði hann í grein um málið í Islenskri endurreisn haustið
193 3.67 Mannkynbótastefna varð síðan baráttumál í kosningum
þegar íslenskir nasistar buðu í fyrsta sinn fram til alþingis árið
1934 sem Flokkur þjóðernissinna.68 I stefnuskrá flokksins sagði
meðal annars:
Vér viljum, að stöðugt eftirlit sé haft með heilbrigði allra landsmanna,
jafnt sjúkra sem heilbrigðra, og sé því nákvæm læknisskoðun látin fara
fram árlega á öllum landsmönnum.
Vér viljum, að allir þeir menn, sem ganga með arfgenga kvilla eða eru
óhæfir til að ala upp afkvæmi sín, séu gerðir ófrjóir.69
Þessar kröfur náðu aldrei inn í sali alþingis því íslenskir nasistar
fengu engan mann kjörinn.70
Annars tók umræðan um kyngöfgi og yfirvofandi úrkynjun
Islendinga á sig ýmsar myndir hér á landi á fjórða áratugnum.
Árið 1938 birtist til dæmis leiðari í Vísi undir yfirskriftinni
„Verndun kynstofnsins“, þar sem því var mótmælt að þýskir
gyðingar fengju að setjast að á íslandi:
Engum er jafnhættulegt og smáþjóðum sem Islendingum, innflutningur
erlendra manna og blöndun kynstofnsins á þann hátt. Merkur íslenskur
vísindamaður hefir sagt, að ekki þyrfti nema fimmtíu Gyðinga, er blönd-
uðust þjóðstofninum, til þess að þjóðin hefði misst sín norrænu einkenni
eftir 2-3 mannsaldra.
Engu breytti, að mati greinarhöfundar, þó að gyðingar væru á
flótta undan ofsóknum í heimalandi sínu. Afdrif þeirra væru ekki
á ábyrgð íslendinga, en hún fælist fyrst og fremst í því að halda
norrænum einkennum landsmanna hreinum. Þjóðin hefði
þá helgu skyldu, að vernda hinn íslenska kynstofn, hið norræna og kelt-
neska blóð, svo að ekki blandist honum sterkur erlendur stofn sem
þurrkað getur út hin norrænu ættarmerki eftir fáa mannsaldra. Það hlýt-
ur að verða ófrávíkjanleg krafa hvers einasta íslendings, að ríkisstjórnin
67 Islensk endurreisn, 24. okt. 1933, 1-2.
68 Ásgeir Guðmundsson: „Nazismi á íslandi“, 48-49.
69 ísland, 3. júní 1934, 3.
70 Ásgeir Guðmundsson: „Nazismi á Islandi", 49-50.