Skírnir - 01.09.1998, Blaðsíða 218
488
GEIR SVANSSON
SKÍRNIR
Árið 1903 varði hann opinberlega þekktan mann sem hafði verið dreginn
fyrir dómstóla sökum samkynhneigðs athæfis. Skoðanir Freuds komu
einnig fram árið 1920 þegar kollegar í hollenskum samtökum sálgrein-
enda leituðu ráða vegna umsóknar samkynhneigðs læknis. Þeir vildu
meina manninum réttindi og inngöngu á þeirri forsendu einni að hann
væri samkynhneigður. Freud, ásamt Otto Rank, var þeim ósammála en
fékk ákúrur frá öðrum sálgreinendum í alþjóðasamtökum sálgreinenda
þegar afstaða hans spurðist út. Árið 1930 hvatti Freud til þess, ásamt
öðrum, í nafni „mannúðar, réttlætis og skynsemi" að lög sem bönnuðu
kynferðisleg mök karla yrðu felld úr gildi. I undirskriftarskjali var bent á
að samkynhneigð hefði verið til í „mannkynssögunni gjörvallri og hjá
öllum þjóðum“, og að lögin sem bönnuðu hana væru „gróft brot á
mannréttindumV8
Ofangreind skráning „samkynhneigðar" inn í orðræðuna þýðir ekki
að gagnkvæm ást tveggja einstaklinga af sama kyni hafi ekki verið til fyr-
ir. Dæmi um hana, oft í gegnum fordæmingar, er þekkt í mörgum samfé-
lögum frá því að sögur hófust. Því hefur stundum verið haldið fram að
samkynhneigð eigi uppruna sinn í Grikklandi til forna og talað er um
„grísku ástina“. „Pederastía“ í Grikklandi er þó ekki sambærileg sam-
kynhneigð nútímans; um var að ræða samfélagslega venju sem snerist
ekki endilega um ást. Þessi hefð fólst í því að (h)eldri menn tóku unga
drengi eða táninga í (kynferðislegt) fóstur en að því loknu (í sumum til-
vikum þegar unglingnum spratt grön) tók hann sér konu og þegar fram
liðu stundir, ungan dreng í fóstur. Og svo koll af kolli. Sódómska, eða
rassatökur, voru stundaðar og var sá eldri í sambandinu gerandinn og
þótti ekki annað tilhlýðilegt. Slíkt samband var norm þess tíma og nokk-
urs konar innvígsla í heim fullorðinna, inn í tignarröðina. En á sama tíma
var gagnkvæmt, langvarandi samband tveggja karlmanna ekki vel séð og
jafnvel bannað, þótt heimildir um það séu af skornum skammti. Athygl-
isvert er að sódómska er þarna ekki afbrigðilegt (og ógeðslegt) athæfi.
28 Upplýsingar um jákvæða afstöðu Freuds gagnvart samkynhneigð er að finna
hjá Henry Abelove í „Freud, male homosexuality, and the Americans" í The
Lesbian and Gay Studies Reader, London: Routledge, 1993, bls. 381-93.
Abelove skýrir jafnframt frá því hvernig bandarískir sálgreinendur höfnuðu
skoðunum Freuds og skilgreindu samkynhneigð sem sjúklegt ástand er æski-
legt væri að lækna með sálgreiningu. Samkynhneigð var formlega skilgreind
sem sjúkdómur hjá American Psychiatric Association árið 1952 og það var
ekki fyrr en árið 1973 að samtökum samkynhneigðra tókst að knýja það fram
að hún var strikuð út af opinberum lista yfir geðsjúkdóma. Þannig komst sál-
greining sem skóli, í Bandaríkjunum og víðar, ekki undan gagnkynhneigðum
boðhætti, þrátt fyrir skoðanir stofnanda síns.