Skírnir - 01.09.1998, Side 229
SKÍRNIR
ÓSEGJANLEG ÁST
499
því fram að þarna væri verið að setja samkynhneigð í stöðu eftirmyndar
(ekki eftirlíkingarl) af hinni upprunalegu gagnkynhneigð í þeim tilgangi
að fella „hinsegin ást“ að ríkjandi forræði gagnkynhneigðar og „réttlæta"
hana þar með.
„Astin“, þetta þokukennda hugtak sem allir „skilja" en geta ekki
skýrt til fulls, er kannski ekki eins altæk og virðist í fyrstu. Ástin er fyrst
og fremst, ef við líkömnum hana aðeins, gagnkynhneigt hugtak: Karl
þráir konu; karl sækist eftir konu; karl kemst yfir og eignast konu; þau
lifa hamingjusöm um alla eilífð. I þessu ástarpari hefur karlinn valdið
(fallosinn) og konuna.61 Ef ást Z og Onnu er sú sama og ást karls og
konu, Arnþrúðar og Valgeirs, þá er hún aðeins eftirlíking, eða stæling, af
hinni gagnkynhneigðu fyrirmynd. En ást, eða, svo við losum okkur við
þetta yfirskilvitlega hugtak, „ástarsögur" samkynhneigðra (eru þær til?)
og ástarsögur gagnkynhneigðra eru alls ekki eins, þó ekki væri nema
vegna þess að þeim eru búin gjörólík (ytri) skilyrði. Soffía Auður Birgis-
dóttir heldur því fram í ágætum ritdómi að Vigdís stilli upp ástarsam-
bandi Arnþrúðar, systur Önnu, og Valgeirs á móti ástarsambandi Z og
Önnu, þessi sambönd spegli síðan hvort annað og sýni að ástin er ætíð
söm við sig.62 En það er hægt að leiða rök að hinu gagnstæða; að sam-
böndum systranna sé teflt fram til að sýna hvað þau eru gjörólík. Annað
þeirra er dauðadæmt og harmrænt, hitt ekki. Hvorki Arnþrúður né Val-
geir standa frammi fyrir jafn afdrifaríkri ákvörðun vegna sambands síns
tungumálinu, „á skilum náttúru og menningar". Karlaveldið, segir hún, hefur
dregið svo úr gildi hins kvenlæga að það er í rauninni aðeins eitt kyn, karlkyn-
ið, og hið karllæga, sem ríkir. Konan er útilokuð og henni afneitað í tungu-
málinu, hún er það sem er ekki-karllægt: karl/kona, menning/náttúra, dagur/
nótt, jákvætt/neikvætt. Menningin, tungumálið, lög, réttindi, störf og skyldur
eru öll miðuð út frá hinu karllæga. Irigaray er á móti „jafnréttisbaráttu“ sem
tekur ekki kynjamun með í reikninginn. Það er ekki nóg fyrir konur að sækja
rétt sinn og jöfnuð við karla ef táknkerfi föðurveldis helst óbreytt. Ávinningur
konunnar er enginn ef hún gengur einfaldlega inn í óbreytt kerfi sem hún er
reyndar þegar hluti af. Jafnrétti karla og kvenna getur ekki orðið nema tákn-
kerfinu sé bylt og félagsleg lög, réttindi og skyldur endurskrifuð út frá kynja-
mun. Þetta má færa yfir á alla jafnréttisbaráttu. Ef réttlæti á að nást verður að
bera virðingu fyrir mun, hvort sem hann felst í kynferði, kynþætti eða kyn-
hneigð og leyfa kinum að njóta sín á eigin forsendum, án þess að gera þá kröfu
að hann verði eins, og taki stöðu sína sem hinn undirokaði í óbreyttu kerfi.
Luce Irigaray, Je, tu, nous: pour une culture de la différence. Paris: Éditions
Grasset & Fasquelle, 1990, bls. 18.
61 í sálgreiningarkenningum Jacques Lacans „hefur“ karlinn fallosinn en konan
„er“ fallosinn.
62 Soffía Auður Birgisdóttir, „Þeim var ekki skapað nema skilja", bls. 108.