Skírnir - 01.09.1998, Page 239
SKÍRNIR
ÓSEGJANLEG ÁST
509
an fargi samfélagslegra (gagnkynhneigðra, kristinna) kvaða. Margt und-
irdjúpa- og kjallarafólk hefur komið við sögu í verkum Guðbergs í ár-
anna rás en Sú kvalda ást er fyrsta skáldsaga hans þar sem kjallaralíferni
er gert opinskátt; loks er kveikt á ljósi í myrkri veröld kjallarans og það
sem þar fer fram sést berum augum. Sálfræðingurinn í Hjartað býr enn í
helli sínum (1982) gengur ekki með öllu ólíka götu og kennarinn og písl-
arvætti þeirra kallast á. Meginmunurinn á kvöl þeirra felst í titli eldri
bókarinnar: Hjartað er ekki (enn) komið út úr hellinum. Samkynhneigð-
in í Hjartanu kemur ekki upp á yfirborðið, eða öllu heldur, fer ekki nið-
ur í kjallarann nema til að staldra þar við. Kjallarinn er samt miðlægur í
sögunni en sálfræðingurinn fer í kringum hann eins og köttur í kringum
heitan graut. Hann stenst freistinguna - og það verður hans bani! Sú
kvalda ást kennarans fær útrás, en aðeins að vissu marki. Hann fer niður
í kjallarann og hleypir lesendum inn. En kjallarinn hans er samt sem
áður „moldarkofi djúpt í jörðu fyrir neðan rætur lífs og guðdóms“ (38).
Val hans þýðir annað tveggja: Utskúfun eða tvöfeldni (skömmina eða
skápinn). Hann kýs að leyna ást sinni og lifa í lyginni af ótta við samfé-
lagslega fordæmingu og uppsker fyrir það beiskju, óhamingju og
„gráma“. Astin er kvalin og geymd í hugarfylgsnum.
Kjallarafylgsni kennarans gæti í raun verið ímyndað rými, hugur
hans sjálfs. Ymislegt bendir til þess að sjóarinn, sem er í augum kennar-
ans „útrásin hrein og klár, ekkert annað en karlmennskan“ (52), sé ein-
ungis „skáldskaparlíking í dagbók“ (50). Það væri hægt að kalla hann
músu, „skáldskapargyðju" kennarans, eða jafnvel þrána í textanum;
þrána sem skapar textann. Sjálfur gerir kennarinn sér ekki öldungis grein
fyrir því hvenær hann er með sjóaranum „líkamlega og hvenær á hug-
lægan hátt“ (50). Stundum er eins og sjóarinn sé aðeins óskhyggja,
skuggi sem kennarinn reynir eftir mætti að holdgera:
Eg vildi ekki að [sjóarinn] væri svipaður reyk sem hefði risið upp úr
ösku hins áður fleyga. Hann mátti ekki vera ýmist súr eða sæt ósk,
ekki veikleiki sem hefði vaxið upp af orðum í látlausu eintali, ekki
upprisa hneigða sem ég hef tekið í arf en bælt, ekki hefnd fyrir svik
við uppruna minn, [...] heldur venjulegur maður klæddur stinnu
holdi sem aldurinn vinnur á og leggur að velli og er eftirsóknarverð-
ur hverfulleiki. (50)
Snemma í verkinu má sjá hvernig sjóarinn verður „bókstaflega" til í
texta, úr „ímyndun“ í „efni“: Kennarinn gerir sér í hugarlund viðbrögð
vinar síns, í viðtengingarhætti þátíðar, ,,[s]íðan segði hann [...]“ en skiptir