Skírnir - 01.09.1998, Side 240
510
GEIR SVANSSON
SKÍRNIR
svo fyrirvaralaust yfir í þátíð ,,[þ]annig jók hann [...]“ og ,,[h]ann þáði
ekki [...]“ og fyrr en varir er sjóarinn kominn í kjallarann í nútíð; hann
„situr“ og kennarinn „fylgist" með honum (51-52). A einum stað færir
kennarinn sjóarann „með valdi inn í dagbókina" (57). Annars staðar fær
hann „hugmynd“ og þarf að skreppa í kjallarann en ímyndar sér svo að
„áráttan og félagi [hans, þ.e. sjóarinn] séu hugmyndirnar sem berast“
honum (80). En hvort sjóarinn er hrein ímyndun eða „raunveruleiki“
skiptir ekki höfuðmáli: Sú kvalda ást fjallar eftir sem áður um samkyn-
hneigðar ástir. Sagnagerðin er alltént, samkvæmt kennaranum, „sprottin
af samkynhneigð, af umgengni skáldsins við sjálft sig í ástarsambandi,
það hneigist til þess hluta af sjálfu sér sem er hinn maðurinn í því sem
það elskar“ (81).
Eins og kom fram í upphafi þessarar greinar er samband kennarans
og sjóarans dauðadæmt í sama bókstaflega skilningi og samband Önnu
og Z í Z: Astarsögu. I báðum tilvikum er um að ræða ást í svo miklum
þjóðfélagslegum meinum að hún getur ekki þrifist og tekur á sig skæð-
ustu og óttalegustu mein nútímans; ást í meinum (mein)varpast yfir í ást
í meini!84 Kennarinn, og að öllum líkindum sjóarinn, er með alnæmi eða
eyðni. Þessari vitneskju er komið á framfæri í lok formálans og dauðinn
vofir því yfir frásögninni eftir það og getur ekki annað en litað hana. Öll
túlkun á skáldsögunni hlýtur að taka mið af þessu.
Kynningin á sjúk-dómnum er hrottaleg og endurspeglar í senn
beiskju, kynisma og þann hroka sem einkennir afstöðu kennarans og
samskipti hans við aðra.85 Sjóarinn sendir kennarann í „eyðnipróf" og
niðurstaðan er „jákvæð": Hann er „serapositívur“ (16). Hinn grófgerði
og „ómenntaði" sjóari skilur ekki orðið og hváir því. Kennarinn segist
vera með „jákvætt blóð“ en sjóarinn misskilur enn og segir, glaður í
bragði: „Þú hefur alltaf verið jákvæður gagnvart mér“ (16). Þennan
grimmilega misskilning leiðréttir kennarinn ekki. Sjóarinn heldur því að
allt sé í stakasta lagi og er hreykinn af því að hafa sent kennarann í próf-
84 Judith Butler bendir á það í Bodies That Matter, bls. 64, hvernig samkyn-
hneigð er ímynd hins sjúklega í hómófóbískri orðræðu um alnæmi. Hún vísar
í Freud sem hélt því fram að bönn t.d. við samkynhneigð, verði að bælingu
sem beinist inn á við og framkalli sjúkleg einkenni en Butler leggur út af þessu
á eftirfarandi hátt: „[KJannski kynferði [sexuality] sem birtist sem sjúkdómur
sé til kominn vegna slíks banns“ (65).
85 Kannski er hún svo hranaleg að sumir lesendur hreinlega bæla, eða neita að sjá
og lesa hana inn í textann: Þó nokkrir sem ég hef rætt við um söguna, þar á
meðal bókmenntafræðingar og heimspekingar, eru ósammála þeirri „túlkun"
minni að félagarnir séu með eyðni, sem byggir þó á því sem stendur „svart á
hvítu“ í textanum.