Skírnir - 01.09.1998, Page 259
SKÍRNIR MAGNÚS KJARTANSSON - SJÁIÐ ÞIÐ MANNINN!
529
sér í bland við aðskotahluti af ýmsu tagi? Var hann ekki líka upptekinn
af því fyrir örfáum árum að mála og móta myndir af diskum og hnífa-
pörum? Svo ekki sé minnst á óræð skúlptúrverk hans, keramík og grafík,
uppfull af ærslum, skáldskap og litum.
Mikið rétt. En sami listamaður laðaðist einnig barnungur að ljós-
myndalegum súrrealisma, kannski ekki síst vegna þess að hann fól í sér
fyrirheit um veruleika handan tilverunnar. Það er ekki síður athyglisvert
að þegar Magnús gekk á hönd formhyggju módernismans við upphaf 8.
áratugarins, valdi hann sér til úrvinnslu táknsækin eða emblematísk
form, einfaldar, samhverfar einingar sem vísuðu út fyrir sig fremur en til
annarra eininga á fletinum. Löng hefð er fyrir því í sjónlistum - og raun-
ar einnig í kvikmyndum (sjá strendinginn fræga í mynd Kubricks „2001:
A Space Odyssey") - að nota slíkar einingar sem eins konar samnefnara
fyrir æðri veruleika.
Verkin sem Magnús gerði í kjölfarið, og næsta áratug á eftir, virðast
af allt öðru sauðahúsi. Ungæðisleg og sennilega ómeðvituð eftirgrennsl-
an hans eftir algildu viðmiði handan hlutanna víkur fyrir upphafningu
sjálfrar óreiðunnar. Verk hans urðu vettvangur þar sem allt gat gerst,
pappír, timbur, jafnvel plast, úrgangur neysluþjóðfélagsins, hrannast þar
upp og gengur í endurnýjun lífdaganna.
Tvennt er það sem blasir við þegar horft er til baka yfir þetta tímabil
í myndlist Magnúsar. Annars vegar hve mjög það endurspeglaði rótleys-
ið og óreiðuna í einkalífi hans, en hann átti þá meðal annars við alkóhól-
isma að stríða. Eftir á að hyggja er einnig áberandi hve spurul þessi hráu
og óskipulegu verk eru, ekki einasta um mörkin milli hins listræna og
ólistræna, heldur einnig um ytri mörk skynjunar og sköpunar. Hvar
endar vitund okkar og hvar tekur við absólút veruleiki, það sem á tilvist í
sjálfu sér? Listamaðurinn gefur sig óhræddur á vald glundroðanum til að
nýsast fyrir um andhverfu hans. Og ekki einasta í yfirfærðum skilningi,
því í framhaldinu hóf hann að velta sér nakinn á ljósnæmu plasti sem
hann síðan framkallaði á stórar pappírsarkir og notaði sem myndgrunn.
I þessum myndum birtist listamaðurinn ýmist sem útfrymi eða kumlbúi
séður á röntgenmynd, við það að leysast upp í frumeindir sínar.
Upp úr því, eða eftir 1990, vaknar aftur með Magnúsi áhugi á þessum
tveimur grundvallarfyrirbærum, verund og neind, þeim öflum í vitund-
inni og tímanum sem gera okkur kleift að samræma hugmyndina um
æðri tilvist og veruleika duftsins, það er hinnar holdlegu upplausnar.
Opinber farvegur þessara afla er kirkja Krists, og því beindust athug-
anir listamannsins í sívaxandi mæli að boðskap hennar. I fyrstunni hafa
myndrænar hugleiðingar hans á sér yfirbragð skopmynda eða barna-
teikninga, sem gerir inntak þeirra áleitnara og einlæglegra en ella. Öðrum
þræði fjallar listamaðurinn um falstrú eða hjátrú, kraftbirtingu þeirra og
boðbera, þar á meðal presta sem misst hafa sjónar á hinum andlega seimi.
Þeir eru ýmist sýndir sem skringilegir skemmtikraftar í predikunarstóli