Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 36
Ó s k a r Á r n i Ó s k a r s s o n 36 TMM 2012 · 2 Edson snýr öllu á hvolf í verkum sínum og afbakar veruleikann svo úr verður absúrd heimur handan við raunheiminn. Húmorinn í verkum hans er nokkuð kaldhæðinn og sú fjarstæðukennda veröld sem hann skapar getur sýnst býsna grimm á köflum. Og stundum á hann það jafnvel til að gera hálfgert grín að tungumálinu með notkun hátíðlegra orða og hugtaka úr heimi vísinda og fræða. Sum ljóða Edsons minna á örleikrit, kostuleg samtöl sem virðast gjarnan enda úti í móa. Sá grunur læðist stundum að manni að verk Edsons bendi á hvað skel siðmenningarinnar sé þunn og hve stutt sé í hið dýrslega og siðlausa í manninum en alls kyns dýr koma mjög við sögu í ljóðum hans. Hann segist aldrei yrkja um sjálfan sig eða sitt nánasta umhverfi heldur séu ljóð hans fjörugur leikur að órum og fjarstæðum og að engin dýpri merking búi þar að baki. En varast ber að taka þau orð of hátíðlega því að mörg ljóða hans spegla að einhverju leyti þann samtíma sem þau eru ort inn í og það er næstum óhjákvæmilegt að þættir úr lífi höfunda fléttist með einhverju móti inn í verk þeirra. Edson, sem setja mætti í flokk með nýsúrrealistum, lítur svo á að verk sín séu eins konar „draumar í vöku“, eða eins og haft er eftir honum í viðtali: „Draumar næturinnar eru sjálfstætt listaverk sem ekkert tungumál nær yfir. Þar er öllu grautað saman, táknum, merkingum, atburðarás og myndlíkingum. Dulvitundin þekkir ekki tungu- mál vökunnar.“ Uppljómaður gluggi svífur gegnum nóttina eins og fjúkandi pappírsörk. Mig langar að horfa inn um hann. Mig langar að klifra inn um hann og inn í upp- ljómað herbergið. Þegar ég teygi mig í gluggann, smeygir hann sér milli trjánna. Meðan ég elti hann skoppar hann og veltist um í loftinu og skýst gegnum nóttina … Erfitt er að finna skyldleika við önnur skáld þegar Edson á í hlut. Þó kemur upp í hugann rússneska framúrstefnuskáldið Daníil Kharms sem Árni Berg- mann hefur þýtt á íslensku og birtist í sérriti Bjarts og frú Emilíu árið 2000. Ýmis líkindi má finna með þessum tveimur skáldum þótt hæpið sé að Edson hafi verið undir áhrifum frá Kharms, fremur má tala um skyldleika, því að Edson var orðinn mótað skáld þegar fyrstu ensku þýðingarnar birtust á verkum hins rússneska starfsbróður hans. Russell Edson hefur með hægðinni skapað sér þann orðstír að vera eitt fremsta prósaljóðskáld Bandaríkjanna, en það hefur gerst hægt, og þótt hann hafi á síðustu árum öðlast þá viðurkenningu sem hann vissulega á skilið, er hann ennþá jaðarhöfundur sem ameríska háskólasamfélagið á í erfiðleikum með að finna stað innan bókmenntastofnunarinnar. Hann er geimveran í bandarískum bókmenntum: „Little Mr. Prose Poem“ eins og eiginkona hans Frances kallar hann þegar vel liggur á henni og hún sveiflar nestiskörfunni á leiðinni í lautarferð með bónda sínum …
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.