Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Side 57
TMM 2012 · 2 57 Brynhildur Þórarinsdóttir Lestrarhestamennska heilnæmt og heillandi fjölskyldusport Umræðan um bóklestur eða bókleysi íslenskra barna hefur verið áberandi á undanförnum mánuðum. Einhvern veginn kvisaðist það allt í einu út að bókaþjóðin væri að missa áhugann á lestri. Á sama tíma og fulltrúar þjóðarinnar stóðu keikir í huggulegum heimilislestrarbásnum í Frankfurt kúrðu krakkarnir í herbergjunum sínum heima á Íslandi, horfðu á sjón- varpið og spiluðu tölvuleik í símanum sínum. Þriðja hvert barn hafði ekki opnað bók sér til yndis undanfarinn mánuð. Í hverjum 25 barna bekk í grunnskólunum leyndist aðeins eitt barn sem hafði lesið mikið. Dvínandi lestraráhugi íslenskra barna uppgötvaðist ekki skyndilega núna í haust. Tölur um minnkandi bóklestur skólabarna hafa lengi legið fyrir, til eru samfelldar mælingar á bókaáhuga barna og unglinga frá 1968–2009 sem sýna stöðuga hnignun frá 1979–2003 en svolítinn viðsnúning 2009.1 Fyrir réttum tuttugu árum varaði upphafsmaður þessarar rannsóknar, Þorbjörn Broddason, við því að hér sprytti upp ólæs eða hálflæs minnihluti innan um bókaþjóðina.2 Fleiri rannsóknir hafa leitt í ljós sömu þróun, til að mynda sýndi Guðný Guðbjörnsdóttir fram á að unglingar læsu minna í bókum 2005 en 1993 og 1965, og að þekking þeirra á bókmenntum færi minnkandi.3 Það gerðist hins vegar eitthvað á síðasta ári sem varð til þess að áhugi vaknaði á vandanum. Sennilega voru það niðurstöður um slakan lesskilning reykvískra drengja sem kveiktu á viðvörunarljósunum.4 Í það minnsta hefur frasinn „fjórði hver piltur les ekki sér til gagns við lok grunnskóla“ verið endurtekinn aftur og aftur í fjölmiðlum.5 Íslensk málnefnd ályktaði um lestur barna á degi íslenskrar tungu og stóð fyrir málþinginu „Æska í ólestri, mál okkar allra“6 og aðgerðahópur rithöfunda, „Lesbjörgunarsveitin“ eða „Hjálparsveit skálda“, tók til sinna ráða. Sveitin stóð fyrir fjölmennu málþingi í Norræna húsinu 21. janúar sl. undir yfirskriftinni Alvara málsins.7 Höfundur þessarar greinar ræddi þar um lestrarhestamennsku, íþróttina bóklestur út frá eigin rannsóknum og annarra. Markmiðið var að vekja athygli á þeirri þekkingu sem til er á lestrarvenjum barna og bakgrunni ungra lestrarhesta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.