Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 64
B r y n h i l d u r Þ ó r a r i n s d ó t t i r 64 TMM 2012 · 2 Iðkun er ákvörðun Læsi er einn sex grunnþátta nýrrar menntastefnu sem lýst er í nýjustu aðal- námskrá grunnskólans, 2011.40 Læsi er lykilhugtak í skólastarfi og sífellt meiri áhersla er lögð á margvíslegar lestraraðferðir og leiðir til lesskilnings í kenn- aramenntun. Það sem gleymist hins vegar gjarnan er að lesskilningurinn verður ekki skilinn frá áhuga og ánægju af bóklestri. Þarna á milli eru skýr tengsl. Ef bæta á lesskilning íslenskra barna og þar með námsárangur þarf að efla lestraráhuga þeirra og lestrargleði; hjálpa þeim að njóta bóklestrar. Meðal þess sem þarf að gera er að greiða leið barnabóka inn í skólakerfið, gera þær sýnilegri og tengja þær við fleiri þætti námskrár en nú er gert, allir kennaranemar þurfa að fá kennslu í barnabókmenntum og bjóða þarf kennurum upp á endurmenntun og símenntun á þessu sviði. Síðast en ekki síst þarf að reisa við skólasöfnin. Barnabækur er hægt að nota í miklu meira mæli í skólum landsins en nú er gert, ekki bara til að vekja áhuga á lestri heldur líka öðrum námsgreinum. Það liggur til dæmis fyrir að um 70% 7–11 ára barna finnst gaman að læra „gegnum“ barnabækur.41 Margir skólar sinna yndislestri og lestrarhvatningu af miklum dug. Aðrir þurfa að taka sig á. Það skiptir gríðarlegu máli að bækur séu aðgengilegar í skólanum og að bóklestur sé viðurkennt áhugamál í skólasamfélaginu. Skólinn er hins vegar ekki höfuðpaurinn í stóra bókleysismálinu. Það eru heimilin sem bera hitann og þungann af lestraruppeldinu. Mun líklegra er að smábarn sem fær lestur í kjöltu foreldra sinna verði lestrarhestur en barnið sem fær aldrei upplestur heima. Þannig geta foreldrar lagt grunn að góðum árangri barna sinna í lesskilningi með einföldum, notalegum og skemmti- legum hætti. Hver hefði trúað því að Elmar fíll, Lína langsokkur og Einar Áskell gætu haft áhrif á árangur unglinga í stærðfræði? Einhvern veginn gera þau það samt því meira að segja stærðfræðin byggist á lesskilningi sem hvílir á lestrarnautninni. Og gleymum því ekki að lestrarhestarnir eru ekki bara líklegri til að standa sig vel í skólanum, þeir eru líka mun líklegri til að halda sig frá áfengi og tóbaki á unglingsárunum. Við verðum líka að skoða frístundir barnanna og möguleika þeirra til lestrar. Skóladagurinn hefur lengst á sama tíma og lestraráhugi hefur minnkað. Skipulagðar tómstundir eru fleiri og fjölbreyttari. Afþreying ætluð börnum og unglingum er margfalt meiri. Hér megum við samt ekki vera of fljót að draga ályktanir. Margt bendir til þess að börn sem lesa mikið séu líka virk í öðru félagsstarfi, svo sem íþróttum og tónlist.42 Það er einnig einfalt að skella skuldinni á sjónvarpið en langt er síðan sýnt var fram á að samspil sjónvarpsáhorfs og bóklestrar væri flóknara en svo að lesturinn minnkaði í hlutfalli við áhorfið.43 Hvort okkur finnst eðlilegt að 65% barna í 5.–10. bekk segist vera með sjónvarpstæki í herberginu sínu er annað mál.44 Samkeppnin er til staðar og því þarf yndislestur að verða viðurkennd tóm- stundagrein, ekki í stað íþrótta eða annars skipulags félagsstarfs heldur sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.