Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Síða 78
B r y n j a Þ o r g e i r s d ó t t i r 78 TMM 2012 · 2 Hann er ekki bara hengdur í hæsta tré, það er borinn eldur að Gosa og honum hótað að hann verði brenndur sem eldiviður, hann lendir í fjölda líkamsárása, er nærri steiktur á pönnu með smjöri eins og fiskur, hann er veiddur í dýraboga, bundinn, hlekkjaður, hýddur og barinn, og eins og það sé ekki nóg þá er festur við hann steinn og honum steypt í sjóinn til að bíða drukknunar. Dauðinn birtist í verkinu á dularfullan og stundum óhugnanlegan hátt. Eitt sinn þegar Gosi er á hörðum flótta undan kvölurum sínum rekst hann á mjallhvítan kofa í skóginum og ber þar að dyrum, fast og lengi. Að lokum opnast gluggi og þar: … birtist undrafögur mær með túrkísblátt hár og andlitið hvítt eins og vax. Hún var með lokuð augu og krosslagða armana á brjósti sér. Hún tók til máls, án þess að hreyfa varirnar og það var eins og röddin kæmi úr öðrum heimi. – Hér í húsi er enginn. Allir eru dánir … Ég er bara að bíða eftir líkkistunni, til að láta bera mig burt. Svo hvarf stúlkan og glugginn lokaðist hljótt. (Collodi, 1883/1987:38). Þetta er fyrirboði þess sem koma skal. Hrapparnir ná Gosa í kjölfarið og hengja hann í tré í 15. kafla sem endar á því að Gosi hangir líflaus í snörunni. Þarna ætlaði Collodi sér að enda söguna þegar hún birtist upphaflega í barnablaðinu, og skrifaði meira að segja „fin“ (endir) undir hana (Perella, 1986a). Vegna þrýstings frá lesendum hélt hann áfram nokkrum mánuðum seinna, og þá birtist bláhærða dísin aftur, en í það sinn sem móðurímynd sem bjargar honum úr trénu. Alison Lurie veltir fyrir sér hliðstæðum sögunnar um Gosa við kristnar goðsagnir, og bendir á að fósturfaðir Gosa, smiðurinn, ber nafn sem er ítölsk útgáfa af nafninu Jósef, (fóstur)föður Jesú. Hún rekur að fleiri en einn fræðimaður hafi velt upp þeirri samsvörun við kristnar goðsagnir að Gosi deyr og endurfæðist að minnsta kosti þrisvar, og í eitt skipti er hann hengdur í tré. Þá geti bláhærða dísin, móðurímyndin, verið vísun í Maríu mey, sem oft er túlkuð í myndverkum í bláum klæðum (Lurie, 2004). Sæborgin Gosi hefur átt sér auðugt framhaldslíf í bókmenntum og öðrum listaverkum, fræðitextum og menningarlegum fyrirbærum. Þá er fjöldi sæborga beinir afkomendur hans. Kvikmyndin A.I. Artificial Intelligence (Spielberg, 2001) fjallar um vélmennið David sem gengur manneskjunni Monicu í sonarstað. Þegar honum er hafnað leitar hann bláhærðu dísarinnar, sem hann man eftir að hafa lesið um í Gosa, í þeim tilgangi að fá hana til að breyta sér í dreng af holdi og blóði eins og hún gerði við Gosa. Ian Watson, annar handritshöfunda A.I., segir um tilurð myndarinnar að Gosi Collodis hafi verið innblástur að myndinni, Stanley Kubrick, upphafsmaður hennar, hafi viljað að hún yrði einskonar myndræn vélmennaútgáfa af Gosa (Watson, 2000). Þá er auðvelt að sjá skyldleika manga-teiknimyndasögu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.