Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 105

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2012, Qupperneq 105
K æ r i E r l e n d u r TMM 2012 · 2 105 York – um verðlagningu mynda hennar og það hvernig leggja megi út af viðtökunum. Hann leggur númeraðan listann með þessum ályktunum fyrir Nínu ásamt tillögum um hvernig hún skuli haga sýningahaldi sínu í fram- tíðinni. Nína bjó árum saman í Bandaríkjunum og um hug Erlendar til þessarar bernskuvinkonu sinnar á þeim tíma sem hún var að hefja feril sinn í New York vitna eftirfarandi orð hans í bréfi til hennar: „Ég sakna þín þegar veðrið er gott og enginn kemur að draga mig út í góða veðrið eða ég sé eitthvað fallegt og enginn nýtur þess með mér. Ég sakna þín þegar ég heyri fallega músik því að með þér er gott að hlusta. Þú mátt gjarna vita að ég geri mér miklar vonir um þig og framtíð þína og geri til þín kröfur sem ekkert jafnast á við nema traustið sem ég ber til þín.“ Þegar Nína spyr um endurgjald til Erlendar vegna hjálpsemi hans fyrr og síðar við hana svarar hann: „Þegar þú talar um skuld við mig hljómar það einsog þú kunnir ekki lengur málið eða sért að gera gys að mér. Hlífðu mér við því hjartað mitt góða.“ Og Erlendur leggur fyrir hana hvernig hún getið hagnast við heimkomuna til Íslands frá New York með því að afla sér heim- ildar hérlendis til að kaupa bíl vestra og selja hann eftir heimkomuna. Það er margra álit að fyrirmyndin að Kristsmynd Nínu í Skálholtskirkju sé Erlendur Guðmundsson í Unuhúsi. Það er ekki að undra þótt menn, sem til þekktu, hafi viljað taka Erlend í heilagra manna tölu, svo græskulaus sem hann virtist á ytra borði. Hitt er þó sönnu nær, að ætla honum, líkt og Ragnari Jónssyni, einum tíðra gesta hans á ungkarlsárum sínum og síðar bókaútgefanda, jarðbundið hversdagsvit á barnssál hins dæmigerða íslenska listamanns á árunum sem gestaboð mæðginanna stóð; og jafnframt hvers- dagslegt raunsæi frammi fyrir þeirri kvöð sem Íslendingar lögðu á listamenn sína, áður en að markaðsvæðingu kom, að þeir varðveittu þessa barnssál uns komnir væru undir græna torfu; að þeir með verkum sínum vísuðu aðdáendum á horfna Edenssælu náttúruleysis og guðavisku, hvað sem liði hinu syndum spillta hversdagslífi venjulegs Íslendings. Erlendur gætti þess að blanda ekki prívatþörfum sjálfs sín saman við líf sitt með skjólstæðingum sínum, og allar línur hans voru beinar, líkt og verk- fræðingsins: hann bjó yfir þeirri heilbrigðu skynsemi sem ekki var ætlast til að íslenskir listamenn hefðu sjálfir til að bera, nema þá kannski síðustu ár. Vinkona hans Nína spyr í einu af mörgum bréfum sínum til hans, hvort hún geti ekki gert eitthvað fyrir hann á móti þeirri margskonar aðstoð sem hann hafi veitt henni fyrst hann vill ekki leggja fyrir hana reikning. Erlendur svarar að væri þá helst, að Nína keypti rúm handa honum og sendi honum. Hann nefnir auk þess nokkrar nýlegar bækur sem sig langi til að eignast og hann trúi að fáist vestra. Auðvitað muni hann leggja út fyrir kostnaðinum. Ekki bregst Nína strax við þessu og þá ítrekar Erlendur bón sína með þeim orðum að sig hafi alltaf langað til að eignast gott rúm; hjá sér í Unuhúsi hafi eitt sinn gist franskir ferðamenn sem ferðast hafi víða um lönd, meðal annars um Bandaríkin, og verið á einu máli um að hvergi hefðu þeir sofið betur en í rúm-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.